Bull er bull Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 3. október 2017 07:00 Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG. Staðreyndirnar eru eftirfarandi: 1. Þegar aflamarkskerfið var lögleitt 1988, settum við jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði um sameign þjóðarinnar í 1.gr. laganna til að girða fyrir myndun einkaeignarréttar á veiðiréttinum.2. Þegar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Framsóknar, lagði til framsalsréttinn 1990, settum við jafnaðarmenn aftur skilyrði fyrir samþykkt þess. Við bættum við varúðarákvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Úthlutun veiðiheimilda?…?myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Tímabundinn nýtingarréttur skyldi því hvorki mynda lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar.3.Hvers vegna var framsalið heimilað? Til þess að fullnægja öðrum megintilgangi fiskveiðistjórnunar, að draga úr sókn og auka arðsemi. Án þess hefði engin auðlindarenta myndast, sem andlag auðlindagjalds.4.Hvers vegna var ekki þá þegar lagt á auðlindagjald? Vegna þess að Alþýðuflokkurinn (10 þingmenn) var eini flokkurinn, sem var fylgjandi auðlindagjaldi. En andstæðingarnir höfðu þá pottþétt rök, þótt þau féllu úr gildi síðar. Það var efnahagskreppa (1988-95), sú lengsta í lýðveldissögunni. Neikvæður hagvöxtur, aflasamdráttur, versnandi viðskiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin voru sokkin í skuldir eftir fyrirhyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það var engin auðlindarenta til að rísa undir gjaldtöku.5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95) fengum við grundvallarregluna um auðlindagjald lögfest (kallað þróunargjald). Það dekkaði ekki samfélagskostnað sjávarútvegsins (hafnir, hafrannsóknir, landhelgisgæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það var skref í rétta átt.6. Ef við jafnaðarmenn hefðum ekki náð að lögfesta sameignarákvæðið og forðað ríkinu frá bótaskyldu vegna síðari breytinga, væri málið fyrir löngu tapað. Einkaeignarrétturinn væri þá áreiðanlega fyrir löngu dómhelgaður og lögvarinn. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar okkur jafnaðarmönnum er borið á brýn að hafa brugðist í þessu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við erum eini flokkurinn, sem stóðum vaktina í nafni þjóðarhagsmuna í erfiðri varnarbaráttu við sérhagsmunaaðila.7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Sjávarútvegsráðherrar hafa seinasta orðið í sínum málaflokki. Í meira en 20 ár hafa sjávarútvegsráðherrar látið líðast, að tímabundnar veiðiheimildir eru leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel erfðar, eins og um einkaeign sé að ræða – í trássi við anda og bókstaf laganna. Þeir heita: Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, Einar Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum? Það tekur því ekki að nefna núv. starfsstjórn, sem er að pakka saman. En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnaðarmenn. Styrmir kannast e.t.v. betur við þá sem „innvígða og innmúraða“. „Follow the money“, segir Kaninn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir kosningar (og gauka lítilræði að VG, að sögn). Og borga hallareksturinn af daglegum sögufölsunum Morgunblaðsritstjórans með glöðu geði, því að þeir vita, að það eru smáaurar í samanburði við þá tugi milljarða, sem fjármagnseigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir einkaleyfið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks valds. Það eru kosningar fram undan. Ætlar þjóðin að láta það um sig spyrjast, að þjóðarviljinn verði hundsaður, einu sinni enn? Til þess eru vítin að varast þau. Því að það er hverju orði sannara, sem haft er eftir skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni.Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Baldvin Hannibalsson Kosningar 2017 Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í annars ágætu Silfri Egils sl. sunnudag spillti Styrmir Gunnarsson skynsamlegri umræðu með því að afflytja staðreyndir um stórmál, sem varðar þjóðarhag: Auðlindagjaldsmálið. Þetta er ekki sagnfræði. Í aðdraganda kosninga skiptir miklu máli, að kjósendur hafi það á hreinu, hvaða stjórnmálaflokkar hafa staðfastlega komið í veg fyrir, að þjóðarviljinn um auðlindagjald fyrir einkaleyfi á nýtingu þjóðarauðlinda nái fram að ganga. Þessir flokkar heita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, með þegjandi samþykki VG. Staðreyndirnar eru eftirfarandi: 1. Þegar aflamarkskerfið var lögleitt 1988, settum við jafnaðarmenn (Alþýðuflokkurinn) ákvæði um sameign þjóðarinnar í 1.gr. laganna til að girða fyrir myndun einkaeignarréttar á veiðiréttinum.2. Þegar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Framsóknar, lagði til framsalsréttinn 1990, settum við jafnaðarmenn aftur skilyrði fyrir samþykkt þess. Við bættum við varúðarákvæði, sem enn stendur og hljóðar svo: „Úthlutun veiðiheimilda?…?myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Tímabundinn nýtingarréttur skyldi því hvorki mynda lögvarinn eignarrétt né bótaskyldu á ríkið, ef úthlutun veiðiheimilda yrði breytt síðar.3.Hvers vegna var framsalið heimilað? Til þess að fullnægja öðrum megintilgangi fiskveiðistjórnunar, að draga úr sókn og auka arðsemi. Án þess hefði engin auðlindarenta myndast, sem andlag auðlindagjalds.4.Hvers vegna var ekki þá þegar lagt á auðlindagjald? Vegna þess að Alþýðuflokkurinn (10 þingmenn) var eini flokkurinn, sem var fylgjandi auðlindagjaldi. En andstæðingarnir höfðu þá pottþétt rök, þótt þau féllu úr gildi síðar. Það var efnahagskreppa (1988-95), sú lengsta í lýðveldissögunni. Neikvæður hagvöxtur, aflasamdráttur, versnandi viðskiptakjör. Sjávarútvegsfyrirtækin voru sokkin í skuldir eftir fyrirhyggjulítið fjárfestingarfyllirí. Það var engin auðlindarenta til að rísa undir gjaldtöku.5. Í Viðeyjarstjórninni (1991-95) fengum við grundvallarregluna um auðlindagjald lögfest (kallað þróunargjald). Það dekkaði ekki samfélagskostnað sjávarútvegsins (hafnir, hafrannsóknir, landhelgisgæsla, gæðaeftirlit o.s.frv.). En það var skref í rétta átt.6. Ef við jafnaðarmenn hefðum ekki náð að lögfesta sameignarákvæðið og forðað ríkinu frá bótaskyldu vegna síðari breytinga, væri málið fyrir löngu tapað. Einkaeignarrétturinn væri þá áreiðanlega fyrir löngu dómhelgaður og lögvarinn. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar okkur jafnaðarmönnum er borið á brýn að hafa brugðist í þessu máli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við erum eini flokkurinn, sem stóðum vaktina í nafni þjóðarhagsmuna í erfiðri varnarbaráttu við sérhagsmunaaðila.7. Ríkisstjórn Íslands er ekki fjölskipað stjórnvald. Sjávarútvegsráðherrar hafa seinasta orðið í sínum málaflokki. Í meira en 20 ár hafa sjávarútvegsráðherrar látið líðast, að tímabundnar veiðiheimildir eru leigðar, seldar, veðsettar og jafnvel erfðar, eins og um einkaeign sé að ræða – í trássi við anda og bókstaf laganna. Þeir heita: Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, Einar Guðfinnsson, Steingrímur J. Sigfússon, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Gleymi ég einhverjum? Það tekur því ekki að nefna núv. starfsstjórn, sem er að pakka saman. En eitt er víst: Þetta voru ekki jafnaðarmenn. Styrmir kannast e.t.v. betur við þá sem „innvígða og innmúraða“. „Follow the money“, segir Kaninn. Þótt LÍÚ hafi að vísu skipt um kennitölu (SFS) er eitt óbreytt: Þeir gera enn út Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir kosningar (og gauka lítilræði að VG, að sögn). Og borga hallareksturinn af daglegum sögufölsunum Morgunblaðsritstjórans með glöðu geði, því að þeir vita, að það eru smáaurar í samanburði við þá tugi milljarða, sem fjármagnseigendur hafa fengið í sinn hlut fyrir einkaleyfið til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar í skjóli pólitísks valds. Það eru kosningar fram undan. Ætlar þjóðin að láta það um sig spyrjast, að þjóðarviljinn verði hundsaður, einu sinni enn? Til þess eru vítin að varast þau. Því að það er hverju orði sannara, sem haft er eftir skúrunum í stjórnarráðinu: Gólfið verður aldrei hreinna en vatnið í fötunni.Höfundur er fv. formaður Alþýðuflokksins.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun