Jay Ajayi varð í dag fyrsti leikmaðurinn sem fæddur er í Lundúnum sem spilaði NFL leik á Wembley þegar Miami Dolphins og New Orleans Saints mættust.
Þó nokkrir leikir í NFL deildinni hafa verið spilaðir á þjóðarleikvangi Englendinga undan farið, en aldrei hefur það gerst áður að leikmaður fæddur í Lundúnum spili í þeim leikjum.
„Velgengi Jay hefur gefið okkur leikmann sem getur búið til fyrrirsagnir. Hann er einhver sem við getum bent ungum breskum íþróttamönnum á í tengslum við að byrja að æfa íþróttina okkar,“ sagði Mark Waller,varaformaður alþjóðamála NFL.
Ajayi fæddist í Lundúnum árið 1993, en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var sjö ára.
Hann hefur komið fram í Lundúnum í vikunni í tengslum við leikinn og gaf meðal annars út nammi í samvinnu með IT'SUGAR.
Söguleg stund á Wembley
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



