Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 22:25 Weinstein hélt trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Vísir/AFP Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. Segist Tarantino skammast sín mikið fyrir að hafa ekki tekið skýrari afstöðu gegn Harvey og að hafa ekki hætt að vinna með honum. The New York Times greinir frá. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi,“ sagði Tarantino. „Þetta voru ekki hefðbundnir orðrómar sem ég heyrði um hann. Frásagnirnar komu ekki til mín í gegnum þriðja aðila. Ég veit fyrir víst að hann gerði margt af þessu.“ Fyrrverandi kærasta Tarantino áreitt af Weinstein Leikstjórinn segir einnig að fyrrverandi kærasta hans, Mira Sorvino, hafi sagt honum að Harvey hafi áreitt sig. Tarantino hélt að um einstakt tilvik væri að ræða í það skiptið. Að framleiðandinn hafi „bara verið svo yfir sig hrifinn af Mira.“ Þrátt fyrir að heyra sífellt fleiri sögur um kynferðislegt áreiti framleiðandans í gegnum árin hélt hann áfram að að búa til myndir með Weinstein, ákvörðun sem hann segist sjá eftir núna. Tarantino og Weinstein hafa unnið saman að fjölda kvikmynda. Má til að mynda nefna myndirnar Reservoir Dogs, Pulp Fiction, Kill Bill og Inglorious Bastards. Þá hélt Weinstein einnig trúlofunarveislu fyrir Tarantino fyrir nokkrum vikum.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Hollywood Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira