Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ali Khamenei fundaði með nemendum í gær. vísir/afp Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira