Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. október 2017 16:33 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. Vísir/ÞÞ Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. Engir hafsmunir hafi verið í húfi sem réttlæti slíka aðgerð. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í dag. Þar segir að það sé ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum en það sé sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda alþingiskosninga. „Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.“Skora á Alþingi að styrkja rannsóknarblaðamennsku Stjórnin bendir á að í kjölfar bankahrunsins hafi íslenskir dómstólar ítrekað takmarkað tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir hafi þurft að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningarlaust hafi dómum Hæstaréttar Íslands í þeim málum verið snúið við. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér.“ Þá skorar stjórn Blaðamannafélags Íslands á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja þannig sitt af mörkum til að efla faglega umræðu í íslensku samfélagi, meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. „Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.“Ályktun stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media í heild sinni:Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Tjáningarfrelsið er grundvöllur lýðræðisins og frjálsir fjölmiðlar hornsteinar tjáningarfrelsins. Lýðræði fæst ekki staðist án þeirra. Ákvörðun embættis sýslumannsins í Reykjavík er stórlega gagnrýniverð. Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum, en það er sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda almennra þingkosninga. Í því ljósi er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík fullkomlega óskiljanleg. Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.Vantraust er mikil meinsemd í íslensku samfélagi og hefur svo verið að minnsta kosti síðastliðinn áratug. Það er fjarri því að ástæðulausu. Í aðdraganda og eftirmálum hrunsins upplifði íslensk þjóð baneitraða blöndu viðskipta og stjórnmála og þess græðgishugarfars sem því var samfara, auk þess sem hörmungar voru kallaðar yfir fjölda íslenskra fjölskyldna í formi atvinnu- og eignamissis. Þetta samfélag þreifst í skjóli lyga og leyndarhyggju og stjórnkerfis sem ekki taldi sig skulda íslenskum almenningi skýringar á ákvörðunum sínum. Jafnframt reyndist íslenskt dómskerfi ekki hlutverki sínu vaxið, því miður. Ítrekað takmörkuðu dómar tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir urðu að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningalaust hafa þeir haft erindi sem erfiði og dómum Hæstaréttar Íslands verið snúið við. Það segir sína sögu.Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja sitt af mörkum til þess að stórefla faglega umræðu í íslensku samfélagi meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.Samþykkt á á stjórnarfundi 18. Október 2017 Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Jón Trausti Reynisson hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar í Fréttablaðinu í dag varðandi fréttaflutning Stundarinnar. 18. október 2017 10:52 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. Engir hafsmunir hafi verið í húfi sem réttlæti slíka aðgerð. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í dag. Þar segir að það sé ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum en það sé sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda alþingiskosninga. „Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.“Skora á Alþingi að styrkja rannsóknarblaðamennsku Stjórnin bendir á að í kjölfar bankahrunsins hafi íslenskir dómstólar ítrekað takmarkað tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir hafi þurft að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningarlaust hafi dómum Hæstaréttar Íslands í þeim málum verið snúið við. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér.“ Þá skorar stjórn Blaðamannafélags Íslands á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja þannig sitt af mörkum til að efla faglega umræðu í íslensku samfélagi, meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. „Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.“Ályktun stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media í heild sinni:Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Tjáningarfrelsið er grundvöllur lýðræðisins og frjálsir fjölmiðlar hornsteinar tjáningarfrelsins. Lýðræði fæst ekki staðist án þeirra. Ákvörðun embættis sýslumannsins í Reykjavík er stórlega gagnrýniverð. Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum, en það er sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda almennra þingkosninga. Í því ljósi er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík fullkomlega óskiljanleg. Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.Vantraust er mikil meinsemd í íslensku samfélagi og hefur svo verið að minnsta kosti síðastliðinn áratug. Það er fjarri því að ástæðulausu. Í aðdraganda og eftirmálum hrunsins upplifði íslensk þjóð baneitraða blöndu viðskipta og stjórnmála og þess græðgishugarfars sem því var samfara, auk þess sem hörmungar voru kallaðar yfir fjölda íslenskra fjölskyldna í formi atvinnu- og eignamissis. Þetta samfélag þreifst í skjóli lyga og leyndarhyggju og stjórnkerfis sem ekki taldi sig skulda íslenskum almenningi skýringar á ákvörðunum sínum. Jafnframt reyndist íslenskt dómskerfi ekki hlutverki sínu vaxið, því miður. Ítrekað takmörkuðu dómar tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir urðu að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningalaust hafa þeir haft erindi sem erfiði og dómum Hæstaréttar Íslands verið snúið við. Það segir sína sögu.Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja sitt af mörkum til þess að stórefla faglega umræðu í íslensku samfélagi meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.Samþykkt á á stjórnarfundi 18. Október 2017
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Jón Trausti Reynisson hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar í Fréttablaðinu í dag varðandi fréttaflutning Stundarinnar. 18. október 2017 10:52 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26
Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Jón Trausti Reynisson hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar í Fréttablaðinu í dag varðandi fréttaflutning Stundarinnar. 18. október 2017 10:52