Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan 6 í morgun skammt norðaustan við Grímsey.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hófst jarðskjálftahrina á svæðinu í fyrrinótt sem hefur staðið síðan og hafa yfir 50 skjálftar mælst í hrinunni.
Að sögn sérfræðings hjá jarðvárdeild Veðurstofunnar er ekkert óvenjulegt er við jarðhræringarnar og þá hefur ekki annar skjálfti mælst yfir þremur í hrinunni.
![Fréttamynd](/static/frontpage/images/kvoldfrettir.jpg)