Innlent

Sterk fíkniefnalykt tók á móti lögreglumanni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Af fáum færslum lögreglunnar að dæma má ætla að einhver mótorhjól hafi staðið hreyfingarlaus í nótt.
Af fáum færslum lögreglunnar að dæma má ætla að einhver mótorhjól hafi staðið hreyfingarlaus í nótt. Vísir/Ernir
Tvö mál rötuðu í dagbók lögreglunnar nú í morgun og í báðum komu vímuefni við sögu.

Þannig hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar við Langholtsveg á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt dagbókarfærslunni á lögreglumaðurinn að hafa fundið „sterka fíkniefnalykt koma út úr bifreiðinni“ og er ökumaðurinn sagður hafa framvísað ætluðum fíkniefnum. Ekki er nánar greint frá málalyktum.

Einungis um 12 mínútum síðar var maður í annarlegu ástandi handtekinn við Vatnsmýrarveg. Er hann sagður grunaður um eignaspjöll, brot á lögreglusamþykkt og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni. Mál hans er nú til rannsóknar og var hann látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglunnar í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×