Lena Headey grét vegna Harvey Weinstein Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 20:11 "Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ HBO Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Leikkonan Lena Headey, sem er hvað þekktust fyrir að leika Cersei Lannister í Game of Thrones, segist hafa grátið vegna Harvey Weinstein. Gífurlegur fjöldi kvenna hafa sakað framleiðandann um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. Headey sagði frá samskiptum sínum við Weinstein á Twitter í dag. Í tístum sínum segir Headey að hún hafi fyrst hitt Weinstein á kvikmyndahátíð í Feneyjum þar sem verið var að sýna Brothers Grimm og bætir við að á meðan tökum stóð hafi leikstjóri myndarinnar ítrekað níðst á henni. Hún segir Weinstein hafa beðið sig um að ganga með sér um skeið og hann hafi gefið eitthvað kynferðislegt í skyn. „Ég hló að þessu, ég var í sjokki, ég man að ég hugsaði að þetta hlyti að vera brandari. Ég sagði eitthvað á þá leið að það væri eins og að kyssa pabba minn.“ Þá segir hún að hún hafi stungið upp á því að þau færu til baka. Eftir það hafi hún aldrei fengið tilboð um að leika í annarri kvikmynd frá Miramax, fyrirtæki Weinstein bræðranna. Þau hittust aftur, árum seinna í Los Angeles. Headey segir að hún hafi verið staðráðin í því að leyfa Weinstein ekki að komast upp með neitt. Hún hafði trú á því að hann myndi virða mörk hennar og að mögulega vildi hann ræða eitthvað atvinnutengt á morgunverðarfundi þeirra. Í fyrstu ræddu þau eingöngu um kvikmyndir og kvikmyndagerð en hún segir Weinstein fljótt hafa spurt hana út í ástarlíf hennar. Hún hafi þó snúið samtalinu aftur að einhverju ópersónulegra. Skömmu seinna hafi hann beðið hana um að koma upp á hótelherbergi þar sem hann vildi sýna henni handrit að kvikmynd. „Við gengum að lyftunni og andrúmsloftið breyttist, allur líkami minn var í viðbragðsstöðu og lyftan var á uppleið. Ég sagði við Harvey: Ég hef ekki áhuga á öðru en vinnu, ekki halda að ég hafi komið með þér vegna annarrar ástæðu. Það er ekkert að fara að gerast.“ Headey segist ekki vita af hverju hún hafi fundið þörf til að segja þetta en hún hafi þurft þess. Þá hafi Weinstein orðið reiður og nánast ýtt henni að hurðinni að herbergi hans. Lykillinn hafi hins vegar ekki virkað og hann hafi dregið hana aftur niður og út, borgað fyrir bíl hennar og hvíslað að henni: „Ekki segja neinum frá þessu.“ „Ég settist upp í bíl og grét.“ pic.twitter.com/o1U06krn0q— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/QzS7EweJGe— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/VXzLNwT2yO— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017 pic.twitter.com/gX2cL6PyQN— lena headey (@IAMLenaHeadey) October 17, 2017
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira