Ófelía skekur Írland og neyðarástandi lýst yfir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2017 06:00 Gífurlegur öldugangur fylgdi óveðrinu frá Ófelíu. vísir/afp Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Tré rifnuðu upp með rótum, rafmagn fór af á írska þinginu, skólar lokuðu, stúkur knattspyrnuvalla féllu saman, varað var við flóðum og að minnsta kosti einn lét lífið þegar stormurinn Ófelía gekk yfir Írland í gær. Sterkustu vindhviður mældust rúmlega fjörutíu metrar á sekúndu. Veðurfræðingar bandarísku veðurstofunnar AccuWeather spá því að stormurinn haldi áfram yfir norðurhluta Skotlands í dag og þaðan aftur út á sjó. Lögreglan á Írlandi varaði í gær við því að stormurinn væri lífshættulegur og vegna Ófelíu var á annað hundrað þúsunda heimila án rafmagns. Írska veðurstofan tók í sama streng og lögreglan. Sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við eyðileggingarmætti vindhviðanna. „Þessi stormur ógnar lífi og eignum,“ sagði í yfirlýsingunni. Áður hafði Ófelía gengið á land á Asoreyjum sem þriðja stigs fellibylur. Setti hún þar með heimsmet sem sá þriðja stigs fellibylur sem hefur geisað austast á Atlantshafi. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, og Shane Ross samgönguráðherra boðuðu til blaðamannafundar vegna hamfaranna. Ítrekaði Varadkar að almenningur ætti að halda sig innandyra. Sagði hann að jafnvel eftir að stormurinn hefði gengið yfir bæri að vara sig, meðal annars vegna fallinna trjáa og rafmagnslína sem gætu legið á jörðinni. „Ég vil að fólk átti sig á því að þetta er algjört neyðarástand,“ sagði Varadkar. Ófelía er langt frá því að vera fyrsti Atlantshafsfellibylurinn sem veldur miklu tjóni á síðustu mánuðum. Alls hafa tíu fellibyljir myndast á Atlantshafi á þessu ári og þar af fóru sex á þriðja stig eða hærra. Aldrei hafa fleiri en sjö fellibyljir á þriðja stigi eða hærra mælst á Atlantshafi, það gerðist síðast árið 2005. Fellibylurinn Maria, sem kostaði að minnsta kosti 68 lífið á eyjum Karíbahafsins og olli hundraða milljarða tjóni, mældist sterkastur. Meðalvindhraði Mariu var 78 metrar á sekúndu þegar mest var. Auk Mariu ollu Irma, Harvey, Katia og Nate miklu tjóni á Karíbahafi og við Mexíkóflóa. Kostaði Irma til að mynda að minnsta kosti 134 lífið og Harvey 63.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00 Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Fylgjast með hitabeltisstormi sem gæti náð til Íslands Hitabeltisstormurinn Ófelía gæti náð til vestanverðrar Evrópu á næstu dögum. Íslenskur veðurfræðingur segir alltof snemmt að segja til um hvort að hann gæti náð til Íslands sem kröpp lægð. 10. október 2017 17:00
Mannskaði af völdum Ófelíu á Írlandi Kona lést og önnur slasaðist þegar tré féll á bíl þeirra á suðausturhluta Írlands. 16. október 2017 14:01