Óli Kalli: Óli Jóh sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2017 19:15 Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira