Menning er máttarstoð Sigurður Svavarsson og Hallgrímur Helgason skrifar 16. október 2017 14:30 Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins. Menningarlíf er öllum samfélögum nauðsyn og lífleg sköpun er forsenda framfara á öllum sviðum. Þess vegna sætir furðu að okkur Íslendingum hafi aldrei tekist að skapa raunverulega langtímastefnu í menningarmálum. Þó að menntun og menning eigi sér sérstakt ráðuneyti er ótrúlega oft tjaldað til einnar nætur þegar listin er annars vegar. Menn rjúka til og efna til átaksverkefna af ýmsu tagi sem lognast síðan útaf, í stað þess að móta markvissa stefnu til frambúðar sem miðast að því að skapa traustan grundvöll og öryggi fyrir þá sem starfa í greinunum, þannig að listirnar blómgist sem best. Í þeim efnum getum við margt lært af þjóðum sem standa okkur nærri, en nú eru grannar okkar helst þekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, bókmenntir, samtímatónlist og hönnun. Menningarlíf hér á landi er þó merkilega fjölskrúðugt, þrátt fyrir að margt í ytri skilyrðum sé hamlandi. Það vekur aðdáun víða hversu margir framúrskarandi listamenn komast til þroska í þessu litla samfélagi og þó að verk þeirra spretti úr tungumáli sem fáir skilja hefur það ekki komið í veg fyrir að þau berist um veröld víða og sýni spennandi hlið á landi og þjóð. Staðan er hins vegar brothætt og ýmsar blikur eru á lofti. Af þeim sökum er afar mikilvægt að okkur auðnist að skapa menningunni farsælan farveg. Á lokadegi síðasta þings kom fram ánægjulegt frumvarp um afnám á bókaskatti, sem naut stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Það frumvarp felur vissulega í sér fögur fyrirheit. Ein og sér myndi sú aðgerð kannski ekki skila miklu - en sem hornsteinn í útfærðri bókmenningarstefnu til langs tíma væri hún gulls ígildi. Slíka langtímastefnu þarf að marka fyrir allar greinar menningarlífsins. Flestum er ljóst að menning og listir skipta sköpum í mannlífinu; gera hvunndaginn bærilegri, lýsa upp skammdegið, ögra og hvetja, halda móðurmálinu okkar síungu og byggja brýr milli manna og þjóða. Færri gera sér grein fyrir því að menningarlífið gefur líka vel af sér á hagrænan mælikvarða. Ágúst Einarsson prófessor hefur ásamt fleirum sýnt fram á með sannfærandi hætti að hver króna sem varið er til eflingar menningarlífsins skilar sér þrútin til baka í bættum þjóðarhag. Þess vegna er sinnuleysi í þessum efnum enn óskiljanlegra. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 6. okt. síðastliðinn minnti formaðurinn, Logi Einarsson, einnig á mikilvægi listanna í efnahagslífi framtíðarinnar. „Við stöndum í anddyri tæknibyltingar sem mun hafa í för með sér gríðarlegar og ófyrirséðar breytingar á samfélaginu. (…) Auknar kröfur verða um skapandi hugsun og tæknifærni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun til að geta mætt þessum nýja veruleika.“ Við tókum sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar m.a. vegna þess að við treystum því stjórnmálaafli til að hafast að í þessum efnum og viljum geta fylgt því eftir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að móta hér heildstæða menningarstefnu að kosningum loknum – okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast megum við til að minna fólk á menninguna, en sá málaflokkur vill oft gleymast í hinu pólitíska harki og enn finnast þeir flokkar sem ekki sjá menninguna sem eina af máttarstoðum samfélagsins. Menningarlíf er öllum samfélögum nauðsyn og lífleg sköpun er forsenda framfara á öllum sviðum. Þess vegna sætir furðu að okkur Íslendingum hafi aldrei tekist að skapa raunverulega langtímastefnu í menningarmálum. Þó að menntun og menning eigi sér sérstakt ráðuneyti er ótrúlega oft tjaldað til einnar nætur þegar listin er annars vegar. Menn rjúka til og efna til átaksverkefna af ýmsu tagi sem lognast síðan útaf, í stað þess að móta markvissa stefnu til frambúðar sem miðast að því að skapa traustan grundvöll og öryggi fyrir þá sem starfa í greinunum, þannig að listirnar blómgist sem best. Í þeim efnum getum við margt lært af þjóðum sem standa okkur nærri, en nú eru grannar okkar helst þekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir, bókmenntir, samtímatónlist og hönnun. Menningarlíf hér á landi er þó merkilega fjölskrúðugt, þrátt fyrir að margt í ytri skilyrðum sé hamlandi. Það vekur aðdáun víða hversu margir framúrskarandi listamenn komast til þroska í þessu litla samfélagi og þó að verk þeirra spretti úr tungumáli sem fáir skilja hefur það ekki komið í veg fyrir að þau berist um veröld víða og sýni spennandi hlið á landi og þjóð. Staðan er hins vegar brothætt og ýmsar blikur eru á lofti. Af þeim sökum er afar mikilvægt að okkur auðnist að skapa menningunni farsælan farveg. Á lokadegi síðasta þings kom fram ánægjulegt frumvarp um afnám á bókaskatti, sem naut stuðnings þingmanna úr öllum flokkum. Það frumvarp felur vissulega í sér fögur fyrirheit. Ein og sér myndi sú aðgerð kannski ekki skila miklu - en sem hornsteinn í útfærðri bókmenningarstefnu til langs tíma væri hún gulls ígildi. Slíka langtímastefnu þarf að marka fyrir allar greinar menningarlífsins. Flestum er ljóst að menning og listir skipta sköpum í mannlífinu; gera hvunndaginn bærilegri, lýsa upp skammdegið, ögra og hvetja, halda móðurmálinu okkar síungu og byggja brýr milli manna og þjóða. Færri gera sér grein fyrir því að menningarlífið gefur líka vel af sér á hagrænan mælikvarða. Ágúst Einarsson prófessor hefur ásamt fleirum sýnt fram á með sannfærandi hætti að hver króna sem varið er til eflingar menningarlífsins skilar sér þrútin til baka í bættum þjóðarhag. Þess vegna er sinnuleysi í þessum efnum enn óskiljanlegra. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar þann 6. okt. síðastliðinn minnti formaðurinn, Logi Einarsson, einnig á mikilvægi listanna í efnahagslífi framtíðarinnar. „Við stöndum í anddyri tæknibyltingar sem mun hafa í för með sér gríðarlegar og ófyrirséðar breytingar á samfélaginu. (…) Auknar kröfur verða um skapandi hugsun og tæknifærni. Við þurfum að leggja meiri áherslu á skapandi greinar, listir, rannsóknir og nýsköpun til að geta mætt þessum nýja veruleika.“ Við tókum sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar m.a. vegna þess að við treystum því stjórnmálaafli til að hafast að í þessum efnum og viljum geta fylgt því eftir. Vonandi tekst með samstilltu átaki að móta hér heildstæða menningarstefnu að kosningum loknum – okkur öllum til hagsbóta.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun