Bjarki Evrópumeistari: Ungur og hungraður og langar að halda áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 07:00 Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu. Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember. Bjarki ræddi við Arnar Björnsson. Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum. Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins. Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður. Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga? „Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum. „Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur. „Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti. „Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram. „Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira