Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 10:00 ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira