Óþarfi að súpa hveljur þrátt fyrir djúpa lægð Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2017 08:18 Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga. Vísir/Anton Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður. Veður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður.
Veður Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira