Heimir Guðjóns: Ósáttur við tímasetninguna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 13:45 Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12
Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00