Innlent

Bein útsending: Pólitískur órói í Katalóníu og kosningar á Íslandi í Víglínunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Pólitískur órói í Katalóníu og þingkosningar á Íslandi verða til umræðu í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni að loknum sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í hádeginu.

Hólmfríður Matthíasdóttir sem búið hefur í áratugi í Barselóna kemur í þáttinn til að fara yfir stöðuna í Katalóníu eftir að þing héraðsins lýsti yfir sjálfstæði í gær og öldungadeild Spánarþings leysti þingið upp nokkrum klukkustunum síðar.

Í seinni hluta þáttarins koma þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður og Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og ráðherra til að ræða íslensk stjórnmál í fortíð, nútíð og framtíð nú þegar kjósendur ganga að kjörborðinu til að skipa til borðs á þjóðþinginu í fimmta sinn á tíu árum.

Víglínan hefst klukkan 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×