Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2017 16:06 Frá vettvangi á Hagamel í september. Vísir Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. Frá þessu er greint á vef RÚV. Maðurinn, sem er hælisleitandi frá Jemen, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 22. september. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 22. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna og þann 29. september var hann úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Greint var frá því fyrir um þremur vikum að maðurinn hefði játað að hafa veist að Sanitu og meðal annars viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í vikunni að rannsókn málsins væri á lokametrunum og að því yrði vísað til héraðssaksóknara á allra næstu dögum.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísuðu ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hefðu aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Var hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og var haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hefði oft veitt henni eftirför. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum þann 21. september. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. 29. september 2017 20:45 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. Frá þessu er greint á vef RÚV. Maðurinn, sem er hælisleitandi frá Jemen, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 22. september. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald þann 22. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna og þann 29. september var hann úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Greint var frá því fyrir um þremur vikum að maðurinn hefði játað að hafa veist að Sanitu og meðal annars viðurkennt í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í vikunni að rannsókn málsins væri á lokametrunum og að því yrði vísað til héraðssaksóknara á allra næstu dögum.Sagður hafa veitt henni eftirför Greint hefur verið frá því að hinn handtekni og Sanita hafi átt í stuttu persónulegu sambandi um tíma en að því hafi verið lokið þegar maðurinn réðst á hana. Þetta staðfesti til að mynda Grímur Grímsson í samtali við Vísi. Í samtali við DV vísuðu ættingar og vinir Sanitu því á bug að um ástarsamband hafi verið að ræða. Sanita og maðurinn hefðu aðeins hist einu sinni, aðeins spjallað saman á netinu en aldrei sofið saman. Var hann sagður hafa verið „brjálaður“ vegna áhugaleysis hennar og var haft eftir eiginmanni dóttur Sanitu að maðurinn hefði oft veitt henni eftirför. Fjölmargir íbúar á Melunum urðu vitni að því þegar maðurinn var leiddur út úr húsinu í járnum þann 21. september. Lét hann öllum illum látum og þurfti lögregla að beita piparúða til að hemja manninn. Hann var á nærfötunum einum fata og með blóð á líkama sínum. Í framhaldinu var annar maður leiddur af vettvangi en hann er nú laus úr haldi lögreglu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. 29. september 2017 20:45 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57
Málið afar þungbært fyrir fjölskyldu Sanitu Sanita Brauna var myrt á heimili sínu við Hagamel á fimmtudagskvöld í síðustu viku. Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið henni að bana er nú í gæsluvarðahaldi. 29. september 2017 20:45
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00