Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta mæta Svíum í tveimur vináttuleikjum í þessari viku. Fyrst í kvöld klukkan 19.30 og aftur klukkan 16.00 á laugardaginn í Laugardalshöllinni.
Kynslóðaskiptin sem svo lengi er búið að tala um í landsliðinu eru komin, en í hópi Geirs Sveinssonar eru fjórir nýliðar og tíu leikmenn úr Olís-deildinni. Það verður því heldur betur spennandi að fylgjast með strákunum í undirbúningi liðsins fyrir EM í Króatíu.
Rétt til að hita upp fyrir landsleikina fór Seinni bylgjan á landsliðsæfingu og stillti upp í smá skotkeppni þar sem ungir mættu gömlum. Þeir gömlu reyndar ekkert svo gamlir: Rúnar Kárason og Bjarki Már Elísson fóru fyrir gömlum og Selfyssingarnir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon fyrir þeim ungu í skotkeppninni.
Reglurnar eru þannig. Hvort lið fær tíu bolta fyrir rétthenta og tíu bolta fyrir örvhenta; samtals 20 bolta. Hvor leikmaður þarf að skora eins oft og hann getur á sem skemmstum tíma en úrslitin ráðast svo á samanlögðum markafjölda hvors liðs. Skori liðin jafnoft verður það tíminn sem sker til um úrslitin.
Þessa skemmtilegu keppni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hægt er að kaupa miða á leikina á tix.is eða með því að smella hér.
Upptaka og klipping: Bjartur Sigurðsson
Grafík: Hlynur Magnússon
Ungir mættu gömlum í skotkeppni á landsliðsæfingu og yfirburðirnir voru miklir
Tengdar fréttir

Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn.

Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni.

Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins
Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum.

Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona.