Erlent

Gera ekki fleiri tilraunir til að afnema Obamacare í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/AFP
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings munu ekki gera fleiri tilraunir til að afnema sjúkratryggingakerfið sem vanalega gengur undir nafninu Obamacare. Önnur tilraun verði hins vegar gerð á næsta ári.

Þetta segir Repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar. „Ég tel að það sé eitthvað sem við ættum að gera á næsta ári,“ segir Ryan í samtali við Reuters.

Nýtt frumvarp um sjúkratryggingakerfi, sem ætlað var að koma í stað Affordable Care Act eða Obamacare, var samþykkt í fulltrúadeildinni fyrr á þessu ári, en var hafnað af þingmönnum í öldungadeildinni.

Hvorki í júlí né september tókst Repúblikönum að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í öldungadeildinni til að afnema Obamacare.

Repúblikanar hafa heitið kjósendum sínum að afnema Obamacare og koma á nýju kerfi í sjö ár, en án árangurs. Donald Trump hét því í kosningabaráttu sinni að Obamacare yrði afnumið þegar hann myndi gerast forseti.


Tengdar fréttir

McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur

Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×