Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2017 22:45 Ljósmyndarinn Terry Richardson. Vísir/Getty Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. Ljósmyndarinn hefur lengi verið fjölmiðlum fréttamatur vegna tíðra ásakana um að hafa áreitt konur kynferðislega í starfi sínu. Condé Nast, sem gefur meðal annars út tískutímaritin Vogue, Vanity Fair og GQ, lýsti því yfir í dag að útgefandinn ætlaði ekki að starfa frekar með Richardson. Fatamerkin Valentino og Bulgari gáfu út sambærilegar yfirlýsingar í kjölfarið en merkin eru tvö af þeim stærstu innan tískuiðnaðarins. Sakaður um áreitni í nær tvo áratugi Terry Richardson er einn þekktasti tískuljósmyndari í bransanum vestanhafs en hann hefur meðal annars tekið myndir af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Opruh Winfrey, spjallþáttadrottningu og ofurfyrirsætunni Kate Moss. Þá hefur hann leikstýrt tónlistarmyndböndum við lagið Wrecking Ball með Miley Cyrus og XO með Beyoncé. Richardson hefur setið undir ásökunum um kynferðisofbeldi síðan árið 2001 en hann hefur meðal annars verið sakaður um að þvinga ungar fyrirsætur til að sitja fyrir á kynferðislegan hátt. Þá hefur hann sjálfur setið fyrir með stúlkum á slíkum myndum. Richardson hefur alla tíð neitað ásökunum um ósæmilega hegðun í starfi og segir samþykki beggja aðila hafa verið fyrir hendi í öllum tilvikum. Ekki spurning um konurnar heldur vörumerkið Caryn Franklin, sem starfar í tískuiðnaðinum og hefur ítrekað vakið athygli á hegðun Richardson síðan árið 2013, segir viðbrögð fatamerkjanna og útgefandans beintengd máli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi en hann var í kjölfarið rekinn úr bæði framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, og úr bandarísku kvikmyndaakademíunni. Franklin segir brottrekstur Richardson enn fremur ekki endilega grundvallast á því að nú sé loksins hlustað á konurnar, sem stigið hafa fram, heldur viðleitni fyrirtækja til að bjarga vörumerki sínu. „Þetta snýst í grunninn um það að öll þessi glansandi tískutímarit og –merki vilja nú slíta sig frá „óþefnum“ eins fljótt og hægt er án þess að vera gerð meðsek, frekar en að þetta eigi rætur að rekja til djúprar löngunar til breytinga og að berjast fyrir réttindum kvenna,“ segir Franklin í samtali við The Guardian. Richardson hefur einnig unnið með Donatellu Versace og Lady Gaga.Vísir/Getty Talsmenn fatamerkjanna Valentino og Bulgari hafa sagt að fyrirtækin hafi ekki í hyggju að vinna frekar með Richardson en þau hafa bæði greitt honum fyrir myndatökur það sem af er þessu ári. Þá sagði talsmaður Valentino að fyrirtækið tæki ásakanirnar, sem bornar hafa verið á hendur Richardson, alvarlega. Árið 2014 var skorað á fyrirtæki í tískuiðnaði að hætta öllu samstarfi með Richardson. Í kjölfarið lýsti tískurisinn H&M því yfir að framvegis yrði Richardson ekki ráðinn í verkefni á vegum fyrirtækisins en tímarit á borð við Rolling Stone, Harper‘s Bazaar og GQ héldu áfram að vinna með honum. Þessi frétt er unnin upp úr umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian sem lesa má hér. MeToo Ljósmyndun Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. Ljósmyndarinn hefur lengi verið fjölmiðlum fréttamatur vegna tíðra ásakana um að hafa áreitt konur kynferðislega í starfi sínu. Condé Nast, sem gefur meðal annars út tískutímaritin Vogue, Vanity Fair og GQ, lýsti því yfir í dag að útgefandinn ætlaði ekki að starfa frekar með Richardson. Fatamerkin Valentino og Bulgari gáfu út sambærilegar yfirlýsingar í kjölfarið en merkin eru tvö af þeim stærstu innan tískuiðnaðarins. Sakaður um áreitni í nær tvo áratugi Terry Richardson er einn þekktasti tískuljósmyndari í bransanum vestanhafs en hann hefur meðal annars tekið myndir af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Opruh Winfrey, spjallþáttadrottningu og ofurfyrirsætunni Kate Moss. Þá hefur hann leikstýrt tónlistarmyndböndum við lagið Wrecking Ball með Miley Cyrus og XO með Beyoncé. Richardson hefur setið undir ásökunum um kynferðisofbeldi síðan árið 2001 en hann hefur meðal annars verið sakaður um að þvinga ungar fyrirsætur til að sitja fyrir á kynferðislegan hátt. Þá hefur hann sjálfur setið fyrir með stúlkum á slíkum myndum. Richardson hefur alla tíð neitað ásökunum um ósæmilega hegðun í starfi og segir samþykki beggja aðila hafa verið fyrir hendi í öllum tilvikum. Ekki spurning um konurnar heldur vörumerkið Caryn Franklin, sem starfar í tískuiðnaðinum og hefur ítrekað vakið athygli á hegðun Richardson síðan árið 2013, segir viðbrögð fatamerkjanna og útgefandans beintengd máli kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa nú stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi en hann var í kjölfarið rekinn úr bæði framleiðslufyrirtæki sínu, The Weinstein Company, og úr bandarísku kvikmyndaakademíunni. Franklin segir brottrekstur Richardson enn fremur ekki endilega grundvallast á því að nú sé loksins hlustað á konurnar, sem stigið hafa fram, heldur viðleitni fyrirtækja til að bjarga vörumerki sínu. „Þetta snýst í grunninn um það að öll þessi glansandi tískutímarit og –merki vilja nú slíta sig frá „óþefnum“ eins fljótt og hægt er án þess að vera gerð meðsek, frekar en að þetta eigi rætur að rekja til djúprar löngunar til breytinga og að berjast fyrir réttindum kvenna,“ segir Franklin í samtali við The Guardian. Richardson hefur einnig unnið með Donatellu Versace og Lady Gaga.Vísir/Getty Talsmenn fatamerkjanna Valentino og Bulgari hafa sagt að fyrirtækin hafi ekki í hyggju að vinna frekar með Richardson en þau hafa bæði greitt honum fyrir myndatökur það sem af er þessu ári. Þá sagði talsmaður Valentino að fyrirtækið tæki ásakanirnar, sem bornar hafa verið á hendur Richardson, alvarlega. Árið 2014 var skorað á fyrirtæki í tískuiðnaði að hætta öllu samstarfi með Richardson. Í kjölfarið lýsti tískurisinn H&M því yfir að framvegis yrði Richardson ekki ráðinn í verkefni á vegum fyrirtækisins en tímarit á borð við Rolling Stone, Harper‘s Bazaar og GQ héldu áfram að vinna með honum. Þessi frétt er unnin upp úr umfjöllun breska dagblaðsins The Guardian sem lesa má hér.
MeToo Ljósmyndun Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Tengdar fréttir Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12 Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14 38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Greiddi fúlgur fjár fyrir þögn aðstoðarkonu Fyrrverandi aðstoðarkona kvikmyndaframleiðands Harvey Weinstein fékk greidda rúmlega 165 þúsund dali fyrir að þaga um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi framleiðandans. 24. október 2017 07:12
Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður "Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur.“ 23. október 2017 15:14
38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. 23. október 2017 16:18