Eldur við hjúkrunarheimili og hópslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2017 06:19 Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar. Lögreglumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar.
Lögreglumál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira