Heitur ís Torfi Tulinius skrifar 23. október 2017 07:00 Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar