Mun ástandið versna? Ingimar Einarsson skrifar 23. október 2017 07:00 Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 21. júní sl. stóð KPMG á Íslandi fyrir fræðslufundi fyrir stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar og aðra sem eru áhugasamir um stefnumótun í heilbrigðismálum. Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.Glöggt er gestsaugað Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig. Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.Heilbrigðisáætlun Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi. En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.Óbreytt hlutdeild Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).Vaxandi þjónustuþörf Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun