Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2017 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30