Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. október 2017 12:30 Vísir/Getty Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira