Ungt fólk þarf Bjarta framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 20. október 2017 15:42 Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun