Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 18:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði nú síðdegis. Vísir/Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira