Hefur þjóðkirkjan stolið siðbót Lúters? Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 31. október 2017 07:00 500 ár eru nú liðin frá því að Marteinn Lúter festi 95 greinar sínar á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg og hóf þar með siðbreytinguna. Siðbreytingin hér á landi fól margt neikvætt í sér en hið jákvæða vó þó þyngra. Með mótmælum sínum tengdi Lúter kristna trú aftur við samfélagslegt réttlæti, frelsi, lýðræði og jafnræði. Hann mótmælti kröftuglega þegar kirkjustofnunin var farin að upphefja og dýrka sjálfa sig í stað þess að framganga í hógværum anda Jesú frá Nasaret. Í greinunum 95 mótmælti hann kirkjustofnuninni fyrir tvennt. Annars vegar fyrir sóun fjármuna og valdníðslu þar sem páfi taldi sig hafa vald yfir hreinsunareldinum og getað veitt fyrirgefningu synda. Hins vegar taldi Lúter kirkjustofnunina veita fólki falskt öryggi með sölu syndaaflausnar og slæva siðferðisvitund fólksins. Nú hálfu árþúsundi síðar virðist ekkert hafa breyst, ein trúarstofnun býr við milljarða forréttindi og ótrúverðugleikinn og falska öryggið blasir við. Stofnanir hafa bara skipt um hlutverk.1. Í stað þess að stuðla að jafnræði og lýðræðislegu fyrirkomulagi trúmála hér á landi þá hefur Þjóðkirkjustofnunin/ríkiskirkja sem enn kennir sig við Lúter tekið sér forréttindastöðu kaþólsku miðaldakirkjunnar. Í stað þess að siðbæta þá hefur stofnunin tileinkað sér flesta þá lesti sem henni var ætlað að siðbæta og virðist nú hafa það megin markmið að viðhalda eigin forréttindum.2. Aflátsgreiðslur ríkisins til þjóðkirkjustofnunarinnar. Á hverju ári fær ríkiskirkjan nokkra milljarða af almannafé, umfram öll önnur trúfélög. Fyrirkomulagið byggir á þeirri rammkaþólsku hugsun að kirkjan sé stofnun og að stofnunin ein sé kirkjan. Þetta er í raun í andstöðu við kenningar Lúters og siðbreytingarinnar um hinn almenna prestsdóm, þar sem fólkið er kirkjan og kirkjan er fólkið.3. Kaþólskur kirkjuskilningur þjóðkirkjunnar. Siðlaus lagaumgjörð hefur verið búin til utan um þetta fyrirkomulag sem byggir á því að ríkiskirkjan ein taki út kirkjusögulegan arf allra Íslendinga, einkum í formi kirkjujarða. Sá arfur varð til í tíð kaþólskunnar þegar allir íbúar landsins tóku þátt í að mynda þann arf og allir eiga því rétt til hans.4. Syndaaflausnin sem fylgir er falskt öryggi sem slævir siðferðisvitund fólks eins og Lúter benti á. Sem ríkisstofnanir eru þjóðkirkjur/ríkiskirkjur háðar milljarða greiðslum frá ríki og eru þannig í samkeppni t.d. við heilbrigðiskerfið um opinber fjárframlög. Hlutverk ríkiskirkju er m.a. að skapa geistlega umgjörð um misheiðarlegar gerðir ríkjandi veraldlegra valdhafa. Hún styður þá sem veita henni forréttindastöðuna og veitir jafnvel stríðsrekstri, valdamisnotkun og leyndarhyggju guðlega blessun.5. Marteinn Lúter „stal“ leyndargögnum og opinberaði almenningi. Kaþólska kirkjan var á hans tíma ein auðugasta valdastofnun jarðar. Lúter tók Biblíuna, best varðveitta og mikilvægasta leyndarmál stofnunarinnar, og þýddi hana yfir á tungumál alþýðunnar. Einokun hinnar voldugu trúarstofnunar á sannleikanum var því rofin. Þess vegna eiga þeir sem láta sig tjáningarfrelsi varða, frjálsir fjölmiðlar og rannsóknarblaðamenn, æði margt sameiginlegt með Marteini Lúter.6. Siðbreyting Lúters kom frá grasrótinni og beindist gegn ríkjandi stofnun, ekki öfugt. Það er engu minni þörf fyrir lúterska siðbót í dag en fyrir 500 árum. Samskipta- og upplýsingatækni hafði þá fleygt fram rétt sem nú. Nú er lag.7. Látum engan stela Marteini Lúter frá okkur. Hann var skaphundur og glímdi líklegast við geðræna kvilla svo sem þunglyndi. Hann ögraði milljarða stofnunum, drakk of mikið, var of þungur, og skrifaði ýmislegt sem var hreint fáránlegt og olli miklu böli. Enginn annar trúarleiðtogi, fyrir utan Jesú frá Nasaret sem var sjálfur mjög andsnúinn öllum trúarstofnunum, er þó ákjósanlegri til að leiða okkur út úr myrkri þröngsýni og sérhagsmunavörslu.8. Þó svo að þjóðkirkjur hverfi þá fer hið andlega svið í mannheimi stöðugt vaxandi og við þurfum að aðlaga okkur að því. Siðbreytingin sem kennd er við Lúter hefur gefið okkur, á hinu trúarlega sviði, möguleika til að jafna stöðu kynjanna, gefa samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum, setja mannréttindi ofar trúar-bókstafnum og djörfung til að berjast gegn steinrunnum trúarstofnunum. Þegar á heildina er litið er þetta einstakt. Þess vegna er Marteinn Lúter ekki aðeins hluti af okkar sögu og menningararfi heldur einnig hluti af okkur sjálfum og því sem við þurfum að taka með okkur á vegferðinni fram á við.9. Við kjósum þá siðbót sem víkkar sýn okkar, kennir okkur að leita sannleikans hvar sem hann er að finna og gefur okkur frjálsan en ábyrgan anda. Þá siðbót sem fagnar jafnt trúlausum sem trúuðum, húmanistum, ásatrúarmönnum, búddistum, hindúum, gyðingum og múslimum og öllum hinum.9.5. Í stað þess að reyna að höndla sannleikann sem er háttur trúarstofnana, þá leitumst við við að vera höndluð af sannleikanum og þegar trúarbrögð og trúarstofnanir eru misnotaðar þá leitum við í það ljós sannleikans sem er öllum slíkum fáránleika æðri. Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
500 ár eru nú liðin frá því að Marteinn Lúter festi 95 greinar sínar á hurð Hallarkirkjunnar í Wittenberg og hóf þar með siðbreytinguna. Siðbreytingin hér á landi fól margt neikvætt í sér en hið jákvæða vó þó þyngra. Með mótmælum sínum tengdi Lúter kristna trú aftur við samfélagslegt réttlæti, frelsi, lýðræði og jafnræði. Hann mótmælti kröftuglega þegar kirkjustofnunin var farin að upphefja og dýrka sjálfa sig í stað þess að framganga í hógværum anda Jesú frá Nasaret. Í greinunum 95 mótmælti hann kirkjustofnuninni fyrir tvennt. Annars vegar fyrir sóun fjármuna og valdníðslu þar sem páfi taldi sig hafa vald yfir hreinsunareldinum og getað veitt fyrirgefningu synda. Hins vegar taldi Lúter kirkjustofnunina veita fólki falskt öryggi með sölu syndaaflausnar og slæva siðferðisvitund fólksins. Nú hálfu árþúsundi síðar virðist ekkert hafa breyst, ein trúarstofnun býr við milljarða forréttindi og ótrúverðugleikinn og falska öryggið blasir við. Stofnanir hafa bara skipt um hlutverk.1. Í stað þess að stuðla að jafnræði og lýðræðislegu fyrirkomulagi trúmála hér á landi þá hefur Þjóðkirkjustofnunin/ríkiskirkja sem enn kennir sig við Lúter tekið sér forréttindastöðu kaþólsku miðaldakirkjunnar. Í stað þess að siðbæta þá hefur stofnunin tileinkað sér flesta þá lesti sem henni var ætlað að siðbæta og virðist nú hafa það megin markmið að viðhalda eigin forréttindum.2. Aflátsgreiðslur ríkisins til þjóðkirkjustofnunarinnar. Á hverju ári fær ríkiskirkjan nokkra milljarða af almannafé, umfram öll önnur trúfélög. Fyrirkomulagið byggir á þeirri rammkaþólsku hugsun að kirkjan sé stofnun og að stofnunin ein sé kirkjan. Þetta er í raun í andstöðu við kenningar Lúters og siðbreytingarinnar um hinn almenna prestsdóm, þar sem fólkið er kirkjan og kirkjan er fólkið.3. Kaþólskur kirkjuskilningur þjóðkirkjunnar. Siðlaus lagaumgjörð hefur verið búin til utan um þetta fyrirkomulag sem byggir á því að ríkiskirkjan ein taki út kirkjusögulegan arf allra Íslendinga, einkum í formi kirkjujarða. Sá arfur varð til í tíð kaþólskunnar þegar allir íbúar landsins tóku þátt í að mynda þann arf og allir eiga því rétt til hans.4. Syndaaflausnin sem fylgir er falskt öryggi sem slævir siðferðisvitund fólks eins og Lúter benti á. Sem ríkisstofnanir eru þjóðkirkjur/ríkiskirkjur háðar milljarða greiðslum frá ríki og eru þannig í samkeppni t.d. við heilbrigðiskerfið um opinber fjárframlög. Hlutverk ríkiskirkju er m.a. að skapa geistlega umgjörð um misheiðarlegar gerðir ríkjandi veraldlegra valdhafa. Hún styður þá sem veita henni forréttindastöðuna og veitir jafnvel stríðsrekstri, valdamisnotkun og leyndarhyggju guðlega blessun.5. Marteinn Lúter „stal“ leyndargögnum og opinberaði almenningi. Kaþólska kirkjan var á hans tíma ein auðugasta valdastofnun jarðar. Lúter tók Biblíuna, best varðveitta og mikilvægasta leyndarmál stofnunarinnar, og þýddi hana yfir á tungumál alþýðunnar. Einokun hinnar voldugu trúarstofnunar á sannleikanum var því rofin. Þess vegna eiga þeir sem láta sig tjáningarfrelsi varða, frjálsir fjölmiðlar og rannsóknarblaðamenn, æði margt sameiginlegt með Marteini Lúter.6. Siðbreyting Lúters kom frá grasrótinni og beindist gegn ríkjandi stofnun, ekki öfugt. Það er engu minni þörf fyrir lúterska siðbót í dag en fyrir 500 árum. Samskipta- og upplýsingatækni hafði þá fleygt fram rétt sem nú. Nú er lag.7. Látum engan stela Marteini Lúter frá okkur. Hann var skaphundur og glímdi líklegast við geðræna kvilla svo sem þunglyndi. Hann ögraði milljarða stofnunum, drakk of mikið, var of þungur, og skrifaði ýmislegt sem var hreint fáránlegt og olli miklu böli. Enginn annar trúarleiðtogi, fyrir utan Jesú frá Nasaret sem var sjálfur mjög andsnúinn öllum trúarstofnunum, er þó ákjósanlegri til að leiða okkur út úr myrkri þröngsýni og sérhagsmunavörslu.8. Þó svo að þjóðkirkjur hverfi þá fer hið andlega svið í mannheimi stöðugt vaxandi og við þurfum að aðlaga okkur að því. Siðbreytingin sem kennd er við Lúter hefur gefið okkur, á hinu trúarlega sviði, möguleika til að jafna stöðu kynjanna, gefa samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum, setja mannréttindi ofar trúar-bókstafnum og djörfung til að berjast gegn steinrunnum trúarstofnunum. Þegar á heildina er litið er þetta einstakt. Þess vegna er Marteinn Lúter ekki aðeins hluti af okkar sögu og menningararfi heldur einnig hluti af okkur sjálfum og því sem við þurfum að taka með okkur á vegferðinni fram á við.9. Við kjósum þá siðbót sem víkkar sýn okkar, kennir okkur að leita sannleikans hvar sem hann er að finna og gefur okkur frjálsan en ábyrgan anda. Þá siðbót sem fagnar jafnt trúlausum sem trúuðum, húmanistum, ásatrúarmönnum, búddistum, hindúum, gyðingum og múslimum og öllum hinum.9.5. Í stað þess að reyna að höndla sannleikann sem er háttur trúarstofnana, þá leitumst við við að vera höndluð af sannleikanum og þegar trúarbrögð og trúarstofnanir eru misnotaðar þá leitum við í það ljós sannleikans sem er öllum slíkum fáránleika æðri. Höfundur er prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun