Enginn umhverfisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Loftslagsfundur SÞ fer nú fram í Bonn og stendur fram í næstu viku. Þar er rætt um útfærslu Parísarsamkomulagsins. Vísir/AFP Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu. Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27