Enginn umhverfisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Loftslagsfundur SÞ fer nú fram í Bonn og stendur fram í næstu viku. Þar er rætt um útfærslu Parísarsamkomulagsins. Vísir/AFP Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu. Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Óvissan um stjórnarmyndunina í kjölfar kosninganna fyrir tæpum tveimur vikum þýðir að enginn pólitískur fulltrúi verður fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra, segir að áætlun til að ná loftslagsmarkmiðum sé tilbúin fyrir nýja ríkisstjórn. „Auðvitað langaði mig að fara en ég tók ákvörðun um að fara ekki vegna þess að það voru líkur á að það væri að koma ný stjórn. Auðvitað er það þannig þegar það eru stjórnaskipti að þá verður maður bara að vera á staðnum til að afhenda lyklana,“ segir Björt við Vísi. Engu síður fer sendinefnd embættismanna frá ráðuneytinu til Bonn þar sem fundurinn fer fram, þar á meðal Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytisins sem hefur setið fjölda loftlagsfunda SÞ. Hluti sendinefndarinnar er þegar farinn út. Ekki hefur enn verið samið um hlut Íslendinga í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun á tímabili Parísarsamkomulagsins. Björt segir að íslensk stjórnvöld hafi verið viljug til þess en það hafi tekið lengri tíma af hálfu viðsemjendanna en þau höfðu búist við.Óttast að aðrir flokkar hafi minni áhuga á verkefninuBjört lagði drög að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem sex ráðuneyti hafa tekið þátt í auk sveitarfélaga og fleiri aðila. Verkefnisstjórn áætlunarinnar gat ekki lokið störfum sínum fyrir stjórnarslit en Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur áætlunarinnar, lagði hins vegar fram sviðsmyndir af því hvernig Ísland gæti náð markmiðum Parsísarsamkomulagsins fyrir 2030 og dregið úr árlegri losun um milljón tonn. „Það eru komnar sviðsmyndir um það hvernig við getum mætt skuldbindingum okkar þannig að það á alls ekkert að þurfa að vera í lausu lofti nema það vanti pólitískan vilja til að halda áfram með það. Ég er auðvitað hrædd við það en það stendur ekki á því að það sé ekki búið að vinna hlutina. Það er búið að því,“ segir Björt.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Þannig segir hún augljóst að stjórmálaflokkarnir leggi mismikla áherslu á loftslagsmál. Flokkur fólksins ræði ekki um slík mál og sumir aðrir flokkar geri það aðeins á tyllidögum. „Svo þegar á til dæmis að ræða græna skatta og ýmislegt, og það hafa Vinstri græn til dæmis gert, þá hafa þeir ekki stutt hugmyndir um græna skatta sem eru mikilvæg forsenda í loftslagsaðgerðum,“ segir Björt sem hefur áhyggjur af því að aðrir flokkar taki við sem hafi jafnmikinn áhuga á loftslagsverkefninu.
Kosningar 2017 Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27