Helena: Þær eru eiginlega of kurteisar Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 10:30 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira