Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. Vísir/Pjetur Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum en ekki þess að jarðhitavatn streymi í ána úr Bárðarbungu. Þetta segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Ármann reiknar með því að reynt verði að fljúga yfir svæðið í dag. Þá segir hann einnig eðlilegt að sýnum verði safnað úr ám á svæðinu til að ganga úr skugga um hvaðan jarðhitavatnið kemur. „Eins og stendur gefa gervihnattarmyndirnar til kynna að vatnið komi úr Kverkfjöllum og ef svo er er þetta bara hefðbundin vatnslosun úr þessu svokallaða Gengissigi,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingurLeiði mælingar og skoðun úr lofti í ljós að jarðhitavatnið komi úr Gengissiginu segir Ármann að menn muni róast í bili. „Ef það er að koma úr Bárðarbungu vitum við ekki framhaldið. Skjálftarnir sem eru búnir að vera frá því hún lauk sér af úti á sandi benda til þess að hún sé ekki búin að klára sig. Það er mjög ólíklegt annað en að hún komi með annað gos,“ segir Ármann. Þá segir eldfjallafræðingurinn enn fremur að allur viðbúnaður sé í gangi. „Svæðið er vaktað mjög vel. Menn munu setja sig í meiri viðbragðsstöðu ef þetta reynist vera úr Bárðarbungu, en þetta er mjög líklega úr Kverkfjöllum. Breytingar á yfirborði jökuls segir Ármann að þurfi ekki endilega að sjást strax þar sem ekki er um stórhlaup að ræða. „Vatnsmagnið er ekki að aukast neitt svakalega í ánni en ef við erum að mæla aukna leiðni gæti þetta verið fyrirboði þess að það komi einhversstaðar hlaup. Þá þurfum við samt að vita hvaðan vatnið kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum en ekki þess að jarðhitavatn streymi í ána úr Bárðarbungu. Þetta segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Ármann reiknar með því að reynt verði að fljúga yfir svæðið í dag. Þá segir hann einnig eðlilegt að sýnum verði safnað úr ám á svæðinu til að ganga úr skugga um hvaðan jarðhitavatnið kemur. „Eins og stendur gefa gervihnattarmyndirnar til kynna að vatnið komi úr Kverkfjöllum og ef svo er er þetta bara hefðbundin vatnslosun úr þessu svokallaða Gengissigi,“ segir Ármann.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingurLeiði mælingar og skoðun úr lofti í ljós að jarðhitavatnið komi úr Gengissiginu segir Ármann að menn muni róast í bili. „Ef það er að koma úr Bárðarbungu vitum við ekki framhaldið. Skjálftarnir sem eru búnir að vera frá því hún lauk sér af úti á sandi benda til þess að hún sé ekki búin að klára sig. Það er mjög ólíklegt annað en að hún komi með annað gos,“ segir Ármann. Þá segir eldfjallafræðingurinn enn fremur að allur viðbúnaður sé í gangi. „Svæðið er vaktað mjög vel. Menn munu setja sig í meiri viðbragðsstöðu ef þetta reynist vera úr Bárðarbungu, en þetta er mjög líklega úr Kverkfjöllum. Breytingar á yfirborði jökuls segir Ármann að þurfi ekki endilega að sjást strax þar sem ekki er um stórhlaup að ræða. „Vatnsmagnið er ekki að aukast neitt svakalega í ánni en ef við erum að mæla aukna leiðni gæti þetta verið fyrirboði þess að það komi einhversstaðar hlaup. Þá þurfum við samt að vita hvaðan vatnið kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira