Einn besti hafnaboltaleikmaður síðari ára lést í flugslysi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 09:00 Roy Halladay var ekkert minna en stórkostlegur leikmaður. vísir/getty Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes. Aðrar íþróttir Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Bandaríski hafnaboltaheimurinn missti einn af sínum dáðustu sonum í gær þegar að staðfest var að hinn fertugi Roy Hallady, sem hætti að spila árið 2013, lést í flugslysi. Lítil rella hrapaði til jarðar á mánudaginn í Flórídaríki og staðfesti lögreglan í Pasco County í gær að sá sem lést var þessi magnaði fyrrverandi kastari sem er einn af bestu leikmönnum síðari ára og síðustu áratuga í bandarísku MLB-deildinni. Lík Halladay fannst rétt hjá vélinni en verið er að rannsaka tildrög slyssins. Halladay var einn í vélinni en hann tók flugmannsprófið eftir að hafnaboltaferlinum lauk fyrir fjórum árum. Faðir hans var flugmaður. Roy Halladay spilaði 16 leiktíðir í MLB-deildinni; fyrstu tólf með Toronto Blue Jayes og síðustu fjórar með Philadelphia Phillies. Hann vann 203 leiki á ferlinum og tók 2,117 leikmenn út með köstum sínum. Hann var átta sinnum valinn í stjörnuleikinn og tvívegis (2003 og 2010) fékk hann verðlaun sem besti kastarinn í Ameríkudeildinni. Bæði árin vann hann flesta leiki af öllum kösturum í deildinni. Roy Halladay er aðeins annar af tveimur mönnum sem hefur klárað leik í úrslitakeppninni án þess að svo mikið sem einn maður kæmist í fyrstu höfn hjá honum en það kallast „no-hitter“ og er það flottasta sem kastari í MLB-deildinni getur gert. Halladay verður gjaldgengur í heiðurshöllina árið 2019 var morgunljóst löngu áður en hann féll frá að hann kæmist þar inn í fyrstu tilraun.We are saddened by the tragic news that Roy Halladay, 2-time Cy Young Award winner & 8-time All-Star, has died in a plane crash. He was 40. pic.twitter.com/SOFv3bOLyt— MLB (@MLB) November 7, 2017 Your browser does not support iframes.
Aðrar íþróttir Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira