Kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi í Paradísarskjölunum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:25 Paradísarskjölin stafa meðal annars frá félögum á Bermúda og Singapúr. vísir/pexels. Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims. Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til. Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda. Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga. Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn. Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims. Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til. Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda. Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga. Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn.
Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent