Kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi í Paradísarskjölunum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:25 Paradísarskjölin stafa meðal annars frá félögum á Bermúda og Singapúr. vísir/pexels. Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims. Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til. Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda. Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga. Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn. Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims. Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til. Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama. Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda. Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga. Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn.
Tengdar fréttir Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Paradísarskjölin: Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskiptunum en Demókratar krefjast rannsóknar. 7. nóvember 2017 06:00