Körfubolti

Regína: Tilbúnar í hvaða baráttu sem er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valur sat hjá í 16-liða úrslitunum
Valur sat hjá í 16-liða úrslitunum
Stórleikur 8-liða úrslitanna í Malt bikar kvenna er viðureign Snæfells og Vals, en dregið var nú í hádeginu.

Regína Guðmundsdóttir, varafyrirliði Vals, var spennt fyrir leiknum. Valskonur sitja á toppi deildarinnar með 12 stig og hafa aðeins tapað einum leik.

„Liðið er tilbúið í hvaða baráttu sem er,“ sagði Kristrún eftir dráttinn.

Það má segja að árangur Valskvenna hafi komið þó nokkuð á óvart í vetur.

„Æfingarnar eru að skila sér. Við erum búnar að æfa stíft og æfa mikið og það er að skila sér.“

En á meðan þeim gengur svona vel í deildinni, mun liðið þá leggja áherslu á bikarkeppnina?

„Maður hugsar bara um bikarinn sem hvern annan leik, en auðvitað hefur maður bara einn séns þar.“

„Við þurfum fyrst og fremst bara að einbeita okkur að okkur. Byrjum þar og sjáum svo hvað gerist,“ sagði Regína Guðmundsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×