Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 06:41 Melania og Donald Trump lentu í Suður-Kóreu nú í morgun. Utanríkisráðherra landsins, Kang Kyung-wha, sést hjá á milli þeirra hjóna. Visir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25