Vandséð stjórn án Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Mikil fundahöld voru hjá öllum stjórnmálaflokkum í gær og fram á kvöld. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, var á leið á þingflokksfund í Valhöll. vísir/anton Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum síðdegis í gær eftir að Framsóknarmenn slitu stjórnarmyndunarviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum gaf Katrín Jakobsdóttir til kynna að ekki væri grundvöllur til að taka Flokk fólksins og Viðreisn inn í þær formlegu viðræður sem slitið var í gær, í stað Framsóknarflokksins. Þeim Sjálfstæðismönnum sem Fréttablaðið hefur rætt við lýst best á myndun þriggja flokka stjórnar með Vinstri grænum og annað hvort Framsóknarflokki eða Samfylkingu. Vinstri græn eru sögð þrýsta mjög á síðari kostinn, enda verði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki Katrínu erfið vegna baklandsins og auðveldara verði að hafa Samfylkinguna með. Samfylkingin útilokar ekki lengur samstarf með Sjálfstæðisflokki samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Flokkurinn er þó enn tregur í taumi en lítur með jákvæðari augum á þátttöku ef Viðreisn yrði tekin að borðinu. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar hefði 34 manna meirihluta á þingi; 38 manna meirihluta ef Viðreisn fengi að fljóta með. Enginn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við í gær úr röðum þessara flokka útilokaði að þessi stjórn gæti orðið að veruleika, þótt Sjálfstæðismönnum hugnist þessi kostur, að sögn, ekki eins vel og þriggja flokka stjórn. Aðrir viðmælendur blaðsins hafa haft á orði að jafn breið stjórn og þessi sé líklegri en aðrar stjórnir til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Viðmælendur blaðsins úr hópi Samfylkingar segjast þó ekki fara í stjórn nema um raunverulega uppbyggingu í velferðarmálum verði að ræða og stjórnarskrármálin yrðu einnig að komast á dagskrá. Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í gær.vísir/antonOftast á tali hjá fjórflokknum „Allt galopið,“ segja flestir heimildarmenn Fréttablaðsins um möguleika á stjórnarmyndun eftir að formlegar viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata fóru út um þúfur í gær. Kostunum virðist fara fjölgandi fremur en hitt og eru nú nefndir fimm mögulegir kostir. Heimildarmenn blaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja forystumenn flestra flokka vera að tala saman og flest símtöl vera milli forystumanna fjórflokksins. Logi Einarsson og Bjarni Benediktsson hafa þó ekki ræðst við beint, en Katrín ræðir mjög við þá báða og reynir nú til þrautar að koma á samtali milli þessara þriggja flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Framsóknarmenn þrýsta hins vegar á samtal milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Mjög virðist hins vegar hafa dofnað talsambandið milli Framsóknarflokks og Miðflokksins sem lifnaði yfir í síðustu viku, líkt og blaðið greindi frá. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í gær að honum hugnaðist ekki lengur stjórn til hægri og viðmælendur Fréttablaðsins úr hópi Sjálfstæðismanna eru á einu máli um að Sjálfstæðismenn eigi frekar að mynda stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu eða Framsóknarflokki frekar en með Miðflokki, Framsókn og Flokki fólksins, þó ekkert sé útilokað í þeim efnum. Þá hafa nokkrir viðmælendur blaðsins nefnt mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar, sem yrði þá stjórn fjórflokksins á móti rest. Helsti farartálminn í því mynstri er Samfylkingin. Píratar eiga fáa möguleika á þátttöku í stjórnarmyndun eftir að upp úr flosnaði milli fráfarandi stjórnarandstöðuflokka. Þingmenn Viðreisnar eru sennilega afslöppuðustu þingmenn landsins um þessar mundir og geta vel hugsað sér að vera í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil. Þeir útiloka þó ekki þátttöku í ríkisstjórn sem stuðlar að auknum stöðugleika. Forystumenn flokkanna eru þó flestir sammála um að samtöl milli flokkanna þurfi tíma til að þroskast og tíðinda sé líklega ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðri viku. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Eftir atburði gærdagsins virðist ljóst að meirihlutastjórn verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokks. Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum síðdegis í gær eftir að Framsóknarmenn slitu stjórnarmyndunarviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna daga. Í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum gaf Katrín Jakobsdóttir til kynna að ekki væri grundvöllur til að taka Flokk fólksins og Viðreisn inn í þær formlegu viðræður sem slitið var í gær, í stað Framsóknarflokksins. Þeim Sjálfstæðismönnum sem Fréttablaðið hefur rætt við lýst best á myndun þriggja flokka stjórnar með Vinstri grænum og annað hvort Framsóknarflokki eða Samfylkingu. Vinstri græn eru sögð þrýsta mjög á síðari kostinn, enda verði stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki Katrínu erfið vegna baklandsins og auðveldara verði að hafa Samfylkinguna með. Samfylkingin útilokar ekki lengur samstarf með Sjálfstæðisflokki samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Flokkurinn er þó enn tregur í taumi en lítur með jákvæðari augum á þátttöku ef Viðreisn yrði tekin að borðinu. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar hefði 34 manna meirihluta á þingi; 38 manna meirihluta ef Viðreisn fengi að fljóta með. Enginn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við í gær úr röðum þessara flokka útilokaði að þessi stjórn gæti orðið að veruleika, þótt Sjálfstæðismönnum hugnist þessi kostur, að sögn, ekki eins vel og þriggja flokka stjórn. Aðrir viðmælendur blaðsins hafa haft á orði að jafn breið stjórn og þessi sé líklegri en aðrar stjórnir til að auka stöðugleika í stjórnmálum. Viðmælendur blaðsins úr hópi Samfylkingar segjast þó ekki fara í stjórn nema um raunverulega uppbyggingu í velferðarmálum verði að ræða og stjórnarskrármálin yrðu einnig að komast á dagskrá. Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í gær.vísir/antonOftast á tali hjá fjórflokknum „Allt galopið,“ segja flestir heimildarmenn Fréttablaðsins um möguleika á stjórnarmyndun eftir að formlegar viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata fóru út um þúfur í gær. Kostunum virðist fara fjölgandi fremur en hitt og eru nú nefndir fimm mögulegir kostir. Heimildarmenn blaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja forystumenn flestra flokka vera að tala saman og flest símtöl vera milli forystumanna fjórflokksins. Logi Einarsson og Bjarni Benediktsson hafa þó ekki ræðst við beint, en Katrín ræðir mjög við þá báða og reynir nú til þrautar að koma á samtali milli þessara þriggja flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Framsóknarmenn þrýsta hins vegar á samtal milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Mjög virðist hins vegar hafa dofnað talsambandið milli Framsóknarflokks og Miðflokksins sem lifnaði yfir í síðustu viku, líkt og blaðið greindi frá. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í gær að honum hugnaðist ekki lengur stjórn til hægri og viðmælendur Fréttablaðsins úr hópi Sjálfstæðismanna eru á einu máli um að Sjálfstæðismenn eigi frekar að mynda stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu eða Framsóknarflokki frekar en með Miðflokki, Framsókn og Flokki fólksins, þó ekkert sé útilokað í þeim efnum. Þá hafa nokkrir viðmælendur blaðsins nefnt mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar, sem yrði þá stjórn fjórflokksins á móti rest. Helsti farartálminn í því mynstri er Samfylkingin. Píratar eiga fáa möguleika á þátttöku í stjórnarmyndun eftir að upp úr flosnaði milli fráfarandi stjórnarandstöðuflokka. Þingmenn Viðreisnar eru sennilega afslöppuðustu þingmenn landsins um þessar mundir og geta vel hugsað sér að vera í stjórnarandstöðu þetta kjörtímabil. Þeir útiloka þó ekki þátttöku í ríkisstjórn sem stuðlar að auknum stöðugleika. Forystumenn flokkanna eru þó flestir sammála um að samtöl milli flokkanna þurfi tíma til að þroskast og tíðinda sé líklega ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðri viku.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira