Hafði áður ráðist á konu sína og barn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, huggar bæjarbúa á kertavöku þar sem fórnarlambanna var minnst. vísir/afp Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28