Eins og „árás“ hafi verið gerð á húsið Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 14:24 Skemmdirnar urðu miklar. Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu. Veður Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Tveir stærðarinnar límtrésbitar fuku á hús í Borgarnesi í gærkvöldi og ollu þar töluverðum skemmdum. Íbúar hússins segja lætin hafa líkst árás og segist Sigurgeir Óskar Erlendsson aldrei hafa upplifað annað eins. Sigurgeir segir að bitarnir og annað brak hafi fokið frá nærliggjandi nýsmíði. Þetta hafi komið niður á bílinn hjá honum, húsið og bílskúr. „Þetta eru rosa skemmdir,“ sagði Sigurgeir í samtali við Vísi. Hann sagði að í rauninni hefði heilt horn fokið af húsinu. Þar af hafi tveir um átta metra langir límtrésbitar, sem Sigurgeir giskar á að séu þrjú til fjögur hundruð kíló hvor, tekið á loft og lent á húsinu. „Þetta kom niður á bílinn hjá mér og hann er handónýtur. Húsið og þakið á bílskúrnum er ónýtt. Nýr bíll konunnar er skemmdur. Það er alveg hellingur.“ „Maður bara trúir þessu ekki. Það er alveg ótrúlegt að sjá þetta og hvernig þetta hefði getað farið.“ Sigurgeir var í húsinu þegar þetta gerðist og hann segir lætin hafa verið mikil. „Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur gert. Maður hefur aldrei upplifað svona áður. Það var bara eins og það hefði verið gerð árás í gærkvöldi.“ Veðurstofa Íslands er ekki með veðurathugunarstöð í Borgarnesi svo ekki liggja fyrir upplýsingar um vindhraða þar í gærkvöldi. Hins vegar er ein stöð á Hvanneyri og önnur undir Hafnarfjalli. Á Hvanneyri var meðalvindur um 20 metrar á sekúndu í gær og fóru vindhviður upp í 30 metra. Sagan er þó önnur á Hafnarmelum undir Hafnarfjalli þar sem kviður fóru yfir 60 metra á sekúndu.
Veður Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira