Eldingar léku Íslendinga grátt Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 10:22 Minnst tvær eldingar leiddu til þess að rúmlega 40 þúsund manns höfðu ekki aðgang að rafmagni. Vísir/Getty Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast. Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Tvær stórar truflanir urðu til þess að yfir 40 þúsund manns á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Garðabæ, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og nágrenni höfðu ekki aðgang að rafmagni í gærkvöldi. Eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum. Sömuleiðis sló eldingu niður í Rimakotslínu 1 og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Í tilkynningu frá Landsneti segir að ekki hafi verið hægt að afhenda rafmagn til Keflavíkurflugvallar og virkjanir á Reykjanesi hafi leyst út. Því hafi rafmagnsleysi verið algjört á svæðinu. Rafmagn var komið aftur á á stórum hluta svæðisins eftir um það bil klukkustund. Rafmagnsleysið var þó lengra víða og var það vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1. „Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en ekki hefur verið hægt að taka línuna út þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir Suðurnes við meginflutningskerfið.“Ekki vitað hvað kom fyrir Spennir HS veitna í tengivirkinu við Öldugötu í Hafnarfirði fór einnig út í gær og notendur í Hafnarfirði og Garðabæ urðu einnig rafmagnslausir í um hálftíma. Samkvæmt tilkynningunni liggur orsökin ekki fyrir. Rimakotslína 1 varð fyrir eldingu rétt fyrir klukkan ellefu. Við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar. Það varði í um klukkustund en flokkur frá Landsneti fór meðfram línunni til að kanna skemmdir og hvort hætta stafaði af línunni, þar sem þjóðvegurinn liggur á nokkrum stöðum undir henni. Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi rafmagnsleysið. Hún segir eldingavara vera í línunum á Reykjanesi en að spennuhækkunin verði svo gríðarleg þegar eldingu slær í slíkar línur að það geti valdið tjóni. „Í þessu tilfelli gekk illa að koma rofanum inn á Fitjum, út á Reykjanesi, til þess að spennusetja línuna aftur.“ Rimakotslína er tréstauralína og Íris segir Landsnet hafa reynslu af því að eldingar geti farið verulega illa með slíkar linur. Staurarnir sjálfir geti splundrast.
Veður Tengdar fréttir Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44