Ekki farinn að leggja mig í hádeginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í kynningarmyndatöku fyrir Euroleague tímabilið. Vísir/Getty „Þetta er mjög stórt skref og það má segja að þetta sé næststærsta deildin á eftir NBA-deildinni,“ segir Tryggvi Snær Hlinason sem var bæði búinn að spila í spænsku deildinni og Euroleague fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn í lok síðasta mánaðar. Þegar Fréttablaðið náði í strákinn þá var hann á heimleið frá Tyrklandi þar sem Valencia liðið spilaði Euroleague-leik í síðustu viku. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Erfitt og skemmtilegt. Það erfiðasta er að koma inn í allt annað samfélag. Fara úr því eðlilega og vera kominn frá öllu,“ segir Tryggvi sem er alinn upp í Svartárkoti sem er innsti bær í Bárðardal, í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá næsta þéttbýli.Lítið um frítíma Það hefur verið nóg að gera hjá Tryggva síðan að hann kom út til Spánar en hann æfir vanalega tvisvar á dag. Hann fær líka einkaæfingar. „Það er mjög lítið um frítíma en það er fínt. Það er búið að vera mjög mikið af leikjum. Við náðum að spila fimm leiki á tíu dögum,“ segir Tryggvi. Hann hefur verið í liðinu og fengið að spila í einhverjum leikjum. „Ég er rétt svo búinn að prufa að fara inná. Alltaf þegar maður fer inná þá græðir maður helling á því. Maður veit alltaf betur hvað maður er og hvar maður þarf að bæta sig. Ég reyni að nýta mér allar æfingar til að bæta mig á þeim sviðum,“ segir Tryggvi. „Fyrst var maður svolítið stressaður en ég myndi segja að stressið væri orðið mjög lítið núna. Á sama tíma veit ég hvar ég stend. Ég er nýr og ég er ungur og þannig séð bara lélegur ennþá. Ég þarf bara að bæta mig og verða nógu góður til þess að fá að vera þarna inná,“ segir Tryggvi. Hann fékk ekki mikinn tíma eftir Eurobasket í haust. „Ég skrapp heim í einhverja tvo daga. Fór norður og naut þess í botn í smástund. Síðan var ég farin til Spánar,“ segir Tryggvi en saknar hann ekki Íslands og sérstaklega Bárðardalsins.Vísir/GettyFrábær staður fyrir fyrstu skrefin „Það er alltaf einhver heimþrá. Mér líður bara mjög vel hérna og liðið er frábært. Liðsandinn er svo góður að mér líður vel í liðinu. Það eru allir brosandi, hlæjandi og til í að gera grín. Þetta er frábær staður fyrir mig til að taka fyrstu skrefin,“ segir Tryggvi en hvað með spænska fasið hvernig fer það í okkar mann. „Það er svolítið þreytandi hvað þeir eru lengi að öllu en það venst bara. Þetta er gott fólk en ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að leggja mig í hádeginu. Þessi kúltur hér er þannig að fólk er ekki að flýta sér og matartíminn er langur. Á Íslandi snýst þetta miklu frekar um að klára sitt og snúa sér síðan að næsta verki,“ segir Tryggvi. Hann er aðeins á undan áætlun.Þetta var ekki planið „Ég er mikið í liðinu. Vegna meiðsla og slíks þá er ég búinn að vera í liðinu síðan ég kom. Það var ekki planið. Planið var að æfa eins og enginn væri morgundagurinn og bæta mig eins hratt og ég gæti. Ég er búinn að vera í liðinu og að ferðast í alla útileikina. Ég er því búinn að fá öðruvísi reynslu en ég ætlaði mér. Það er bara snilld,“ segir Tryggvi og það er mikið sem hann þarf að læra. „Ég reyni að taka við öllu sem ég get lært. Lykilinn er að vita hvar þú ert og vita í hvaða skrefi þú ert. Akkúrat núna þá veit ég að ég er á geggjuðum stað og ég þarf bara að verða betri til að fá spilatíma. Á meðan ég finn að ég er að bæta mig helling og er á réttum stað til þess að gera það þá þýðir ekkert annað en að brosa og halda áfram,“ segir Tryggvi.Vísir/GettyNBA-deildin að banka á dyrnar? Tryggvi er ofarlega á mörgum listum yfir þá Evrópumenn sem eru líklegastir til að verða valdir í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. „Ég reyni að hugsa lítið út í það. Þetta er meira það sem umbinn minn sér um. Ef honum finnst sniðugt að ég bjóði mig fram í NBA-nýliðavalinu þá mun ég gera það. Ég treysti honum til að taka þetta val með mér. Þetta er eitthvað sem við munum ræða þegar sá tími nálgast. Ég er ennþá bara að koma mér fyrir í Valencia og ætla bara að einbeita mér að því núna. Það er aftur á móti alltaf skemmtilegt að fá svona góðar fréttir,“ segir Tryggvi.Vísir/Getty Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Þetta er mjög stórt skref og það má segja að þetta sé næststærsta deildin á eftir NBA-deildinni,“ segir Tryggvi Snær Hlinason sem var bæði búinn að spila í spænsku deildinni og Euroleague fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn í lok síðasta mánaðar. Þegar Fréttablaðið náði í strákinn þá var hann á heimleið frá Tyrklandi þar sem Valencia liðið spilaði Euroleague-leik í síðustu viku. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Erfitt og skemmtilegt. Það erfiðasta er að koma inn í allt annað samfélag. Fara úr því eðlilega og vera kominn frá öllu,“ segir Tryggvi sem er alinn upp í Svartárkoti sem er innsti bær í Bárðardal, í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá næsta þéttbýli.Lítið um frítíma Það hefur verið nóg að gera hjá Tryggva síðan að hann kom út til Spánar en hann æfir vanalega tvisvar á dag. Hann fær líka einkaæfingar. „Það er mjög lítið um frítíma en það er fínt. Það er búið að vera mjög mikið af leikjum. Við náðum að spila fimm leiki á tíu dögum,“ segir Tryggvi. Hann hefur verið í liðinu og fengið að spila í einhverjum leikjum. „Ég er rétt svo búinn að prufa að fara inná. Alltaf þegar maður fer inná þá græðir maður helling á því. Maður veit alltaf betur hvað maður er og hvar maður þarf að bæta sig. Ég reyni að nýta mér allar æfingar til að bæta mig á þeim sviðum,“ segir Tryggvi. „Fyrst var maður svolítið stressaður en ég myndi segja að stressið væri orðið mjög lítið núna. Á sama tíma veit ég hvar ég stend. Ég er nýr og ég er ungur og þannig séð bara lélegur ennþá. Ég þarf bara að bæta mig og verða nógu góður til þess að fá að vera þarna inná,“ segir Tryggvi. Hann fékk ekki mikinn tíma eftir Eurobasket í haust. „Ég skrapp heim í einhverja tvo daga. Fór norður og naut þess í botn í smástund. Síðan var ég farin til Spánar,“ segir Tryggvi en saknar hann ekki Íslands og sérstaklega Bárðardalsins.Vísir/GettyFrábær staður fyrir fyrstu skrefin „Það er alltaf einhver heimþrá. Mér líður bara mjög vel hérna og liðið er frábært. Liðsandinn er svo góður að mér líður vel í liðinu. Það eru allir brosandi, hlæjandi og til í að gera grín. Þetta er frábær staður fyrir mig til að taka fyrstu skrefin,“ segir Tryggvi en hvað með spænska fasið hvernig fer það í okkar mann. „Það er svolítið þreytandi hvað þeir eru lengi að öllu en það venst bara. Þetta er gott fólk en ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að leggja mig í hádeginu. Þessi kúltur hér er þannig að fólk er ekki að flýta sér og matartíminn er langur. Á Íslandi snýst þetta miklu frekar um að klára sitt og snúa sér síðan að næsta verki,“ segir Tryggvi. Hann er aðeins á undan áætlun.Þetta var ekki planið „Ég er mikið í liðinu. Vegna meiðsla og slíks þá er ég búinn að vera í liðinu síðan ég kom. Það var ekki planið. Planið var að æfa eins og enginn væri morgundagurinn og bæta mig eins hratt og ég gæti. Ég er búinn að vera í liðinu og að ferðast í alla útileikina. Ég er því búinn að fá öðruvísi reynslu en ég ætlaði mér. Það er bara snilld,“ segir Tryggvi og það er mikið sem hann þarf að læra. „Ég reyni að taka við öllu sem ég get lært. Lykilinn er að vita hvar þú ert og vita í hvaða skrefi þú ert. Akkúrat núna þá veit ég að ég er á geggjuðum stað og ég þarf bara að verða betri til að fá spilatíma. Á meðan ég finn að ég er að bæta mig helling og er á réttum stað til þess að gera það þá þýðir ekkert annað en að brosa og halda áfram,“ segir Tryggvi.Vísir/GettyNBA-deildin að banka á dyrnar? Tryggvi er ofarlega á mörgum listum yfir þá Evrópumenn sem eru líklegastir til að verða valdir í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. „Ég reyni að hugsa lítið út í það. Þetta er meira það sem umbinn minn sér um. Ef honum finnst sniðugt að ég bjóði mig fram í NBA-nýliðavalinu þá mun ég gera það. Ég treysti honum til að taka þetta val með mér. Þetta er eitthvað sem við munum ræða þegar sá tími nálgast. Ég er ennþá bara að koma mér fyrir í Valencia og ætla bara að einbeita mér að því núna. Það er aftur á móti alltaf skemmtilegt að fá svona góðar fréttir,“ segir Tryggvi.Vísir/Getty
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira