Neyðarkallinn rokselst en tekjurnar fást ekki uppgefnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2017 15:15 Neyðarkallinn í ár ásamt forverum hans. Landsbjörg Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega. Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega.
Veður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira