Vegna veðurs og mikillar úrkomu fer skólp í sjó frá dælustöðinni við Skeljanes. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum í kvöld. Fólk er bent á að halda sig frá þeim stað þar sem lekinn er í Skerjafirðinum.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.
Síðast í september fór skólp í sjó við sömu dælustöð vegna bilunar. Stöðin er sú sem er næst ylströndinni í Nauthólsvík. Í sumar var óhreinsuðu skólpi hleypt í sjóinn frá dælustöðinni við Skeljanes og Faxaskjól vegna viðgerðar á neyðarlokum.
Sætti mikilli gagnrýni að borgarbúar höfðu ekki verið látnir vita af biluninni tafarlaust.
Skólp í sjóinn í Skerjafirði

Tengdar fréttir

Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á
Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi.

Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum.