Einar Andri: Davíð reyndist okkur erfiður Benedikt Grétarsson skrifar 5. nóvember 2017 19:01 Einar Andri og lærisveinar hans þurftu að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum en eru nú komnir með tvo í röð. vísir/eyþór Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur átt erfiðan vetur ásamt sínum mönnum og honum var létt í leikslok eftir sigur sinna manna á Víking. „Þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir okkur og við spiluðum hörku varnarleik allan leikinn. Strákarnir voru að leggja sig fram og ég var bara ánægður með þá í kvöld.“ Eitthvað sem ekki var að ganga vel? „Sóknarleikurinn var þunglamalegur á köflum en við skilum samt 25 mörkum, sem er ásættanlegt. Davíð var líka að reynast okkur erfiður í markinu. Hann tók einhver 11 skot í fyrri hálfleik, þar af tvö af línu og 3-4 dauðafæri úr hornunum. Hann gerði okkur lífið leitt en heilt yfir er ég sáttur við sóknina.“ Markverðir Aftureldingar hafa legið undir gagnrýni í vetur en Lárus Helgi Ólafsson lék virkilega vel í kvöld og varði 16 skot. Einar var að vonum sáttur við sinn mann í rammanum. „Lalli var frábær í kvöld og var líka frábær í síðasta leik. Báðir markverðirnir mínir eru að leggja hart að sér og eiga mikið inni. Núna er Lalli byrjaður að sýna sínar bestu hliðar og ég er ánægður með það. Við eigum Fjölni næst í deildinni á sunnudaginn eftir viku o gþað verður mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Svo eigum við í millitíðinni stórleik í bikarnum gegn ÍBV, reyndar gegn b-liði ÍBV en það verður örugglega erfitt að eiga við þá.“ Afturelding hefur nú unnið tvo leiki í röð og safnar stigum hægt og bítandi. „Eins og við höfum sagt áður, þá höfum við verið að spila þokkalega. Við höfum í raun spilað betur en í kvöld og líka í síðasta leik gegn Gróttu en við vinnum þesssa leiki og nú er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Einar Andri og hélt út í storminn. Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur átt erfiðan vetur ásamt sínum mönnum og honum var létt í leikslok eftir sigur sinna manna á Víking. „Þetta var virkilega mikilvægur sigur fyrir okkur og við spiluðum hörku varnarleik allan leikinn. Strákarnir voru að leggja sig fram og ég var bara ánægður með þá í kvöld.“ Eitthvað sem ekki var að ganga vel? „Sóknarleikurinn var þunglamalegur á köflum en við skilum samt 25 mörkum, sem er ásættanlegt. Davíð var líka að reynast okkur erfiður í markinu. Hann tók einhver 11 skot í fyrri hálfleik, þar af tvö af línu og 3-4 dauðafæri úr hornunum. Hann gerði okkur lífið leitt en heilt yfir er ég sáttur við sóknina.“ Markverðir Aftureldingar hafa legið undir gagnrýni í vetur en Lárus Helgi Ólafsson lék virkilega vel í kvöld og varði 16 skot. Einar var að vonum sáttur við sinn mann í rammanum. „Lalli var frábær í kvöld og var líka frábær í síðasta leik. Báðir markverðirnir mínir eru að leggja hart að sér og eiga mikið inni. Núna er Lalli byrjaður að sýna sínar bestu hliðar og ég er ánægður með það. Við eigum Fjölni næst í deildinni á sunnudaginn eftir viku o gþað verður mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Svo eigum við í millitíðinni stórleik í bikarnum gegn ÍBV, reyndar gegn b-liði ÍBV en það verður örugglega erfitt að eiga við þá.“ Afturelding hefur nú unnið tvo leiki í röð og safnar stigum hægt og bítandi. „Eins og við höfum sagt áður, þá höfum við verið að spila þokkalega. Við höfum í raun spilað betur en í kvöld og líka í síðasta leik gegn Gróttu en við vinnum þesssa leiki og nú er bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Einar Andri og hélt út í storminn.
Olís-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira