Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Hörður Ægisson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 4. nóvember 2017 07:00 Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Vísir/Arnþór Birkisson Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. Þessu hafnar Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri félagsins. „Félagið var ekki komið í neinn lausafjárvanda og það var alveg óvíst að félagið hefði komist í einhvern lausafjárvanda,“ segir Jóhannes og bætir því við að færsluhirðar Monarch hafi verið átta talsins. Hluti Kortaþjónustunnar hafi verið frekar lítill og tryggingarféð mikið. „Það voru ýmsir búnir að sýna félaginu áhuga en þetta var ágætis tækifæri til að styrkja félagið. Til að taka allan vafa af um að það yrðu nokkur lausafjárvandræði. En það var ekki að stefna í það og það var ekkert sem var fyrirséð. Það er ekki orðinn neinn lausafjárvandi að neinu leyti,“ segir Jóhannes enn fremur. Kvika og hópur fjárfesta keyptu allt hlutafé í félaginu og leiddi hlutafjáraukningu. Frá þessu var greint á fimmtudag en eignarhluti Kviku verður rúmlega fjörutíu prósent eftir viðskiptin. Samkvæmt heimildum gengu kaupin mjög hratt fyrir sig. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira
Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. Þessu hafnar Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri félagsins. „Félagið var ekki komið í neinn lausafjárvanda og það var alveg óvíst að félagið hefði komist í einhvern lausafjárvanda,“ segir Jóhannes og bætir því við að færsluhirðar Monarch hafi verið átta talsins. Hluti Kortaþjónustunnar hafi verið frekar lítill og tryggingarféð mikið. „Það voru ýmsir búnir að sýna félaginu áhuga en þetta var ágætis tækifæri til að styrkja félagið. Til að taka allan vafa af um að það yrðu nokkur lausafjárvandræði. En það var ekki að stefna í það og það var ekkert sem var fyrirséð. Það er ekki orðinn neinn lausafjárvandi að neinu leyti,“ segir Jóhannes enn fremur. Kvika og hópur fjárfesta keyptu allt hlutafé í félaginu og leiddi hlutafjáraukningu. Frá þessu var greint á fimmtudag en eignarhluti Kviku verður rúmlega fjörutíu prósent eftir viðskiptin. Samkvæmt heimildum gengu kaupin mjög hratt fyrir sig. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira