Legsteinasafn Páls fer á ný fyrir úrskurðarnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Páll Guðmundsson á lóð þá væntanlegs safnhúss nærri gamla Húsafellsbænum í október í fyrra. Vísir/Vilhelm Deila tveggja landeigenda í Húsafelli þarf að fara að nýju fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Eins og Fréttablaðið sagði frá 5. október 2016 er listamaðurinn Páll Guðmundson að reisa nýtt hús við vinnustofur sínar í Húsafelli. „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ sagði Páll í Fréttablaðinu. Deiliskipulag lóðarinnar og byggingarleyfi hússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Steinsnar er milli húsanna. Sæmundur sagði aðkomu að gistiheimilinu og bílastæðum tekna burt og bílastæðin verða notuð af gestum safns Páls. Ómögulegt yrði að stækka gistiheimilið og hann myndi því verða af tekjum. Átroðningur safngesta á hlaði gistiheimilisins myndi ennfremur gera rekstur þess erfiðan. Úrskurðarnefndin sagði hins vegar kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnaði því sömuleiðis að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Sæmundur leitaði í framhaldinu til Umboðsmanns Alþingis sem segir ekki ljóst hvort nefndin hafi tekið formlega afstöðu til þess hvort umdeild auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi verið birt með fullnægjandi hætti: „Hafði þetta álitaefni þó sérstaka og verulega þýðingu í því máli sem hér er til umfjöllunar, enda verður að telja að þegar hvort tveggja nafn svæðis sem deiliskipulag á að taka til sem og landnúmer þess er ranglega tilgreint í auglýsingu skipulagsins í Stjórnartíðindum hljóti að vakna umtalsverður vafi um það hvort slík birting geti talist fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns sem leggur fyrir úrskurðarnefndina að taka málið fyrir ef Sæmundur óskar þess og það mun hann þegar hafa gert. Deilan stendur í raun um tvö hús; safnahúsið sem nú er verið að steypa upp og timburhús sem flutt var á staðinn eftir að deiliskipulagið var kært. Óljóst er hvor húsin þurfa að víkja falli málið á endanum Sæmundi í vil og Páli í óhag. Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Söfn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Deila tveggja landeigenda í Húsafelli þarf að fara að nýju fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Eins og Fréttablaðið sagði frá 5. október 2016 er listamaðurinn Páll Guðmundson að reisa nýtt hús við vinnustofur sínar í Húsafelli. „Það er verið að gera legsteinahús um alla gömlu, merkilegu legsteinana sem forfeður mínir á Húsafelli gerðu,“ sagði Páll í Fréttablaðinu. Deiliskipulag lóðarinnar og byggingarleyfi hússins var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála af Sæmundi Ásgeirssyni, sem keypti gamla Húsafellsbæinn á árinu 2009 og rekur þar gistiheimili. Steinsnar er milli húsanna. Sæmundur sagði aðkomu að gistiheimilinu og bílastæðum tekna burt og bílastæðin verða notuð af gestum safns Páls. Ómögulegt yrði að stækka gistiheimilið og hann myndi því verða af tekjum. Átroðningur safngesta á hlaði gistiheimilisins myndi ennfremur gera rekstur þess erfiðan. Úrskurðarnefndin sagði hins vegar kæru Sæmundar vegna deiliskipulagsins of seint fram komna og hafnaði því sömuleiðis að ógilda byggingarleyfi vegna legsteinasafnsins. Sæmundur leitaði í framhaldinu til Umboðsmanns Alþingis sem segir ekki ljóst hvort nefndin hafi tekið formlega afstöðu til þess hvort umdeild auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hafi verið birt með fullnægjandi hætti: „Hafði þetta álitaefni þó sérstaka og verulega þýðingu í því máli sem hér er til umfjöllunar, enda verður að telja að þegar hvort tveggja nafn svæðis sem deiliskipulag á að taka til sem og landnúmer þess er ranglega tilgreint í auglýsingu skipulagsins í Stjórnartíðindum hljóti að vakna umtalsverður vafi um það hvort slík birting geti talist fullnægjandi,“ segir í niðurstöðu umboðsmanns sem leggur fyrir úrskurðarnefndina að taka málið fyrir ef Sæmundur óskar þess og það mun hann þegar hafa gert. Deilan stendur í raun um tvö hús; safnahúsið sem nú er verið að steypa upp og timburhús sem flutt var á staðinn eftir að deiliskipulagið var kært. Óljóst er hvor húsin þurfa að víkja falli málið á endanum Sæmundi í vil og Páli í óhag.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Söfn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira