Segir brottreksturinn til marks um áhrif sín Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017 Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Starfsmaður Twitter fagnaði síðasta degi sínum hjá fyrirtækinu með því að eyða reikningi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Ellefu mínútur liðu þar til fyrirtækið opnaði aftur á aðgang Trump að samfélagsmiðlinum en Trump sjálfur heldur því fram að hann hafi unnið forsetakosningarnar í fyrra vegna Twitter. Trump sagði 41,7 milljónum fylgenda sinna að atvikið sé til marks um að skilaboð hans séu að berast víða og hafi áhrif.My Twitter account was taken down for 11 minutes by a rogue employee. I guess the word must finally be getting out-and having an impact. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017 Mikil fagnaðarlæti brutust út víða eins og Guardian hefur tekið saman: „Í friðsamar ellefu mínútur virtist sátt og samlyndi ríkja yfir heiminum með brottrekstri Donald Trump frá Twitter.“ Twitter segir atvikið til rannsóknar innan fyrirtækisins.Through our investigation we have learned that this was done by a Twitter customer support employee who did this on the employee's last day. We are conducting a full internal review. https://t.co/mlarOgiaRF — Twitter Government (@TwitterGov) November 3, 2017 Lengi hefur verið kallað eftir því að Twitter loki á aðgang Trump. Það hefur meðal annars verið gert vegna yfirlýsinga forsetans varðandi Norður-Kóreu, sem hægt er að túlka sem stríðsyfirlýsingu. Þá skrifaði forsetinn að hann hefði verið að hlusta á sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum og sagði: „Ef hann endurskoðar hugsanir Litla eldflaugamannsins [Kim jong-Un], verða þeir ekki til staðar mikið lengur!“ Þetta hefur víða verið túlkað sem hótun gagnvart Norður-Kóreu og jafnvel hótun kjarnorkustríðs. Samkvæmt reglum Twitter má ekki hóta ofbeldi, en gagnrýnendur forsetans gagnrýndu Twitter fyrir að leyfa Trump að hóta kjarnorkustríði.Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Eins og bent er á í frétt Washington Post hefur Trump skrifað tíst um Norður-Kóreu sem auðvelt er að túlka sem hótanir. Þar að auki hefur hann tíst myndbandi af sér beita mann sem merki CNN í stað höfuðs ofbeldi. Þar var forsetinn sagður kynda undir ofbeldi gegn starfsmönnum fjölmiðla. Forsvarsmenn Twitter tjáðu sig um þá ákvörðun að eyða ekki tísti Trump um „Litla eldflaugamanninn“ í september né loka aðgangi hans með því að segja að fyrirtækið tæki tillit til þess að hann væri forseti Bandaríkjanna. Almenningur hefði hag af því að sjá yfirlýsingar hans á samfélagsmiðlinum.THREAD: Some of you have been asking why we haven't taken down the Tweet mentioned here: https://t.co/CecwG0qHmq 1/6 — Twitter PublicPolicy (@Policy) September 25, 2017
Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira