Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 06:30 Ekkert lát er á miklum viðskiptum Íslendinga við Costco en verð hafa hækkað frá því í sumar. vísir/Ernir Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Matvöruverð hefur hækkað um allt að 26 prósent í verslun Costco í Kauptúni síðustu mánuði. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins og samanburður við niðurstöður Verðlagseftirlits ASÍ í ljós. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í dag. Af þessum fimmtán vörum reyndust níu hafa hækkað nokkuð í verði, verð fjögurra hafði haldist óbreytt en aðeins tvær höfðu lækkað í verði.Nokkur umræða hefur verið um það á samfélagsmiðlum undanfarið að neytendur séu farnir að finna fyrir hækkunum á verði hjá Costco sem kom eins og stormsveipur inn á íslenskan neytendamarkað í maí síðastliðnum. Kostakjör Costco og lægra vöruverð en áður hafði þekkst á mörgum vörutegundum hérlendis vakti mikla lukku meðal neytenda og rann sannkallað Costco-æði á Íslendinga í sumar. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að eldsneytisverðið hafi hækkað nokkuð hjá Costco á undanförnum mánuðum, en sömu sögu er að segja af matvörunni. Mest er hækkunin í athugun blaðsins á smjörva, eða 26,4%. 400 g askja kostaði 379 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en í gær, 2. nóvember, kostaði hún 479 krónur. Þá hefur 20% hækkun orðið á 400 g öskju af rjómaosti frá MS síðan í verðkönnun ASÍ 5. september. Sama prósentuhækkun hefur orðið á lítraverði Coca-Cola í 1,75 lítra flöskum. Bananar hafa hækkað um tæp 16 prósent. Mesta verðlækkunin er á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 438 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí en 217 krónur í athugun Fréttablaðsins í gær. Hin varan sem lækkaði í verði er poki af rauðum eplum, þar sem lægsta kílóverðið hefur lækkað um 13 prósent. Líkt og hjá Verðlagseftirliti ASÍ skráði Fréttablaðið niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það fleiri en hinn almenni neytandi sem fundið hafa fyrir hærra vöruverði hjá Costco því smásöluaðilar sem samið hafa við vöruhúsið sem birgi segjast einnig finna fyrir þessum sviptingum til hækkana. Það er þó ekki samdóma álit því aðrir verslunareigendur sem blaðið ræddi við sögðust sáttir og að sveiflur á verði væru viðbúnar. Í heildina væru þeir sáttir.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira