Hagskælingar safna fyrir alvarlega veikan samnemenda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Hagskælingar vinna nú hörðum höndum við að safna pening fyrir samnemanda sinn, Ólaf Ívar Árnason eða Óla eins og hann er alltaf kallaður, sem veiktist alvarlega af bakteríusýkingu og hefur legið á sjúkrahúsi nánast allt þetta ár. Óla var um tíma ekki hugað líf en er nú á batavegi. Óli veiktist í byrjun árs. „Eftir að ég var í bíó með bróður mínum. Daginn eftir var ég að hósta mjög mikið. Svo man ég ekki mikið eftir deginum á eftir þegar ég fór á spítalann,“ segir Óli. Lungu hans höfðu takmarkaða starfsgetu vegna bakteríunnar og var hann mjög hætt kominn. Hann var fluttur með hraði til Stokkhólms á Karolinska sjúkrahúsið á sérhæfða deild sem tekur við þegar hefðbundnar gjörgæsludeildir geta ekki meira. Á þeim tíma var foreldrum Óla ráðlagt að fá alla fjölskylduna strax út til að kveðja. Öll líffærakerfi gáfu sig og æðar láku. Óla tókst hins vegar að snúa til baka og töldu læknar hans að um kraftaverk væri að ræða. Núna, rúmum 9 mánuðum eftir að Óli veiktist, dvelur hann á Barnaspítala hringsins. „Þetta hefur verið mjög erfitt en ég reyni að hafa eitthvað gaman. Og það eru mörg bakslög. Alltaf bara að halda áfram,“ segir Óli sem er staðráðin í því að ná fullum bata. Nú tekur við löng endurhæfing en hann hefur þurft að byrja nánast frá byrjun en hann missti nánast alla krafta í líkamanum þegar hann veiktist. Óli er mikill fótboltaáhugamaður og KR-ingur í húð og hár. Fjöldi fótboltakappa hafa langt sitt af mörkum og heimsótt Óla og fært honum áritaðar treyjur sem setja svip á sjúkrastofuna. „Svo kom Aron Einar og Pálmi Rafn sem er fyrirliðinn í KR. Svo kom Hannes og Þorgrímur Þráins. Hann gaf mér skóna sína og hanskana sína,“ segir Óli en þetta er aðeins dæmi um þá fótboltakappa sem hafa heimsótt Óla. Á meðal Óli vinnur hörðum höndum við að öðlast bata hafa skólafélagar hans í Hagaskóla undirbúið árlega góðgerðarhátíð, Gott mál, sem snýst um að styrkja gott málefni. Í ár er safnað fyrir Óla. „Ég var svolítið hissa að þau væru að gera það. En það er bara mjög fallegt af þeim,“ segir Óli.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira