Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2017 14:34 Kevin Spacey er sakaður um að hafa áreitt fjórtán ára dreng kynferðislega árið 1985. Vísir/AFP Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. Leikarinn Anthony Rapp greindi á mánudaginn frá því að Spacey hafi áreitt sig kynferðislega árið 1985, þegar Rapp var fjórtán ára og Spacey 26 ára. Spacey, sem hefur á síðustu árum farið með aðalhlutverkið í þáttunum House of Cards, segist ekki muna eftir atvikinu, en að honum hrylli við að heyra sögu Rapp. „En ef ég hef hegðað mér líkt og hann lýsir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeiðni,“ sagði Spacey fyrr í vikunni. Þá opinberaði hann að hann lifi nú lífi sínu sem samkynhneigður maður og hefur Spacey verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa nýtt þetta tækifæri til að greina frá kynhneigð sinni. Leggur mat á stöðuna Í yfirlýsingu frá talsmanni Spacey kemur fram að hann taki sér nú tíma til að leggja mat á málið og leita sér aðstoðar. Ekki verði frekari upplýsingar gefnar að svo stöddu. Í frétt Sky News er haft eftir mexíkóska leikaranum Roberto Cavazos, sem starfaði með Spacey í leikhúsinu Old Vic í London, að hann eigi von á holskeflu af nýjum ásökunum á hendur Spacey á næstu dögum. „Svo virtist vera að eina skilyrðið fyrir því að Spacey þótti að sér væri frjálst að snerta okkur, væri að verið vorum karlkyns og undir þrítugu.“ Hann segist sjálfur hafa átt óþægileg samskipti við Spacey, sem væru á mörkum þess að mega flokka sem áreitni. Netflix hefur nú frestað framleiðslu þáttanna House of Cards. Ásakanir á hedur Spacey koma í kjölfar hneykslismála tengdum framleiðandanum Harvey Weinstein sem sakaður er um nauðgun og að hafa áreitt tugi kvenna kynferðislega.Þá hafa ásakanir á hendur leikurunum Jeremy Piven og Dustin Hoffman einnig komið fram á síðustu dögum. Mál Kevin Spacey Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. Leikarinn Anthony Rapp greindi á mánudaginn frá því að Spacey hafi áreitt sig kynferðislega árið 1985, þegar Rapp var fjórtán ára og Spacey 26 ára. Spacey, sem hefur á síðustu árum farið með aðalhlutverkið í þáttunum House of Cards, segist ekki muna eftir atvikinu, en að honum hrylli við að heyra sögu Rapp. „En ef ég hef hegðað mér líkt og hann lýsir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeiðni,“ sagði Spacey fyrr í vikunni. Þá opinberaði hann að hann lifi nú lífi sínu sem samkynhneigður maður og hefur Spacey verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa nýtt þetta tækifæri til að greina frá kynhneigð sinni. Leggur mat á stöðuna Í yfirlýsingu frá talsmanni Spacey kemur fram að hann taki sér nú tíma til að leggja mat á málið og leita sér aðstoðar. Ekki verði frekari upplýsingar gefnar að svo stöddu. Í frétt Sky News er haft eftir mexíkóska leikaranum Roberto Cavazos, sem starfaði með Spacey í leikhúsinu Old Vic í London, að hann eigi von á holskeflu af nýjum ásökunum á hendur Spacey á næstu dögum. „Svo virtist vera að eina skilyrðið fyrir því að Spacey þótti að sér væri frjálst að snerta okkur, væri að verið vorum karlkyns og undir þrítugu.“ Hann segist sjálfur hafa átt óþægileg samskipti við Spacey, sem væru á mörkum þess að mega flokka sem áreitni. Netflix hefur nú frestað framleiðslu þáttanna House of Cards. Ásakanir á hedur Spacey koma í kjölfar hneykslismála tengdum framleiðandanum Harvey Weinstein sem sakaður er um nauðgun og að hafa áreitt tugi kvenna kynferðislega.Þá hafa ásakanir á hendur leikurunum Jeremy Piven og Dustin Hoffman einnig komið fram á síðustu dögum.
Mál Kevin Spacey Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. 1. nóvember 2017 16:08